Jórunn með silfrið í loftskammbyssu Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 06. júní 2015 08:52

2015gsseap401233.júní. Loftskammbyssukeppni kvenna var spennandi í dag. Jórunn Harðardóttir sótti í sig veðrið seinni hluta úrslitakeppninnar og endaði að lokum með silfrið með 188,5 stig en Sylvie Schmit frá Luxemborg vann gullið með 191,8 stig. Bronsið féll í hlut Carine Canestrelli frá Mónakó. Guðrún Hafberg keppti einnig fyrir okkur en komst ekki í úrslit að þessu sinni. Guðrún er elsti keppandi leikanna en hún varð sextug á árinu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Silfur og brons í 50 metra riffli Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 06. júní 2015 08:50

2015gsse50mriffill1234.júní. Eric Lanza frá Monaco sigraði í 50metra riffli á Smáþjóðaleikunum með 205 stigum í lokakeppninni (Final) Jón Þór Sigurðsson varð í 2. sæti, einungis einu og hálfu stigi á eftir Lanza. Þriðja sætið féll Íslendingum einnig í skaut en því náði Guðmundur Helgi Christensen með 182,4 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íris Eva sigraði í Loftriffli í dag Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 02. júní 2015 20:20

2015 iris2015 iris 022015 iris m mom2015 iris walkinÍris Eva Einarsdóttir sigraði glæsilega í loftriffli kvenna eftir harða og spennandi keppni í “Final”. Íris Eva jók jafnt og þétt forskot sitt í síðustu skotum keppninnar og sýndi að hún er með stáltaugar.  Þegar upp var staðið var munurinn á Írisi Evu og Carole Calmes frá Luxembourg 3.4 stig. Íris Eva náði 200,1 stigi í lokakeppninni en Calmes 196,7. Marilena Constantinou frá Kýpur varð í þriðja sæti með 176,8 stig

AddThis Social Bookmark Button
 
Skotfélag Reykjavíkur var stofnað þennan dag, 2. júní 1867 Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 02. júní 2015 18:50

Til hamingju með daginn !

AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur félagsins var haldin fimmtudaginn 21. maí... Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 31. maí 2015 15:51

Á aðalfundinum kom það helst fram í skýrslu stjórnar að mestur tími og fjármagn hefur farið í að undirbúa Smáþjóðaleikana, sem fram fara dagana 1. til 6. júni. Stjórn félagsins er óbreytt frá fyrra aðalfundi - og samþykkt var að hækka árgjaldið í 20þúsund, en árgjaldið hefur verið óbreytt í uþb 14 ár. Fram kom í skýrslu stjórnar að eftir Smáþjóðaleikana verður farið í áframhaldandi framkvæmdir á riffil- og haglasvæði félagsin. M.a. er stefnt á að koma upp Sporting og Nordisk Trap og lagfæra ýmsa hluti á riffilvellinum, m.a. að kom upp ljósabúnaði á 100 metra battanum. Verið er að senda út félagsgjöldin þessa dagana og vonar stjórn félagsins að vel verði tekið í þessa hækkun félagsgjalda, enda næg verkefni framundan - eins og áður sagði á útsvæðinu á Álfsnesinu, sem þarf að fjármagna. Rétta er að minna á - að allar þær frakvæmdir sem farið hafa fram vegna Smáþjóðaleikana munu nýtast félagsmönnum til framtíðar í nýjum og bættum búnaði ásamt aðstöðunni sem hefur fengið andlitslyftingu undanfarið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Smáþjóðaleikarnir að hefjast Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 31. maí 2015 07:40

Skotíþróttir á Smáþjóðaleikunum.

Nú styttist í að keppni í skotíþróttum hefjist á Smáþjóðaleikunum í Reykjavík. Það eru loftriffilskyttur í karlaflokki sem hefja leikinn þriðjudaginn 2. júní og hefst keppni þeirra kl. 9:00
Loftriffil kvenna hefst kl. 13:00 sama dag en keppnin í loftgreinunum fer fram í Íþróttahúsi fatlaðra við Hátún og er ókeypis inn á keppnirnar og þær öllum opnar. Er þetta einstakt tækifæri til að fylgjast með toppskyttum í keppni.
Í loftriffli karla eru það Sigurbergur Logi Benediktsson og Theodór Kjartansson sem keppa fyrir Íslands hönd en í kvennaflokki eru Jórunn Harðardóttir og Íris Eva Einarsdóttir, Íslandsmethafinn, í eldlínunni en Íris Eva varð í 5. sæti á Smáþjóðaleikunum í Lux 2013

AddThis Social Bookmark Button
Nánar...
 
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>

Síða 116 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing