Ásgeir með 557 stig í München Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 29. maí 2015 08:21

2013 asg sigÁsgeir Sigurgeirsson endaði í 18.sæti í frjálsri skammbyssu í München í morgun sem er frábær árangur. Keppendur voru 120 talsins en 70 þeirra komust áfram í úrslitakeppnina. Í lokaúrslitin (final) komust 8 efstu. Ásgeir náði 557 stigum (91 94 95 93 90 94) en þurfti 3 stigum meira til að komast í úrslit.

AddThis Social Bookmark Button
 
Dagskrá Smáþjóðaleikanna í skotfimi Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 28. maí 2015 08:11

gsse2015 schedulegsse2015Dagskrá Smáþjóðaleikanna er komin hérna. Hvetjum alla skotmenn að koma nú og fylgjast með þessum viðburðum í næstu viku. Keppt er í loftskammbyssu og loftriffli í Íþróttahúsinu í Hátúni og svo er keppt í 50m liggjandi riffli og haglabyssu skeet á Álfsnesi. Fyrir Ísland keppa eftirtaldir: í loftskammbyssu Thomas Viderö, Ívar Ragnarsson, Guðrún Hafberg og Jórunn Harðardóttir. Í loftriffli Theodór Kjartansson, Logi Benediktsson, Jórunn Harðardóttir og Íris E. Einarsdóttir. Í 50m riffli Jón Þ. Sigurðsson og Guðmundur H. Christensen. Í haglabyssu skeet Sigurður U. Hauksson og Örn Valdimarsson.

AddThis Social Bookmark Button
 
Heimsbikarmótið í München hófst í morgun Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 28. maí 2015 07:58

Ásgeir Sigurgeirsson keppti í dag í undanrásunum í Frjálsu skammbyssunni(50m Pistol). Hann var í seinni riðlinum sem hófst kl.09:15 að okkar tíma. Hægt er að fylgjast með hérna. Hann endaði með 550 stig og flaug áfram í úrslitakeppnina sem er á morgun.  Hann keppir einnig í Loftskammbyssu á sunnudaginn.asgsig01 005

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ verður á Skotsvæðinu til 5.júní Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 27. maí 2015 08:52

Lokað verður á skotsvæðinu okkar á Álfsnesi fram yfir Smáþjóðaleikana. Við opnum aftur laugardaginn 6.júní n.k. kl.10. Uppsetning búnaðar vegna keppni leikanna stendur nú yfir og verður aðeins opið fyrir æfingar keppnisliða félagsins á þessum tíma og síðan hefjast leikarnir í næstu viku.

AddThis Social Bookmark Button
 
Þökulagning á morgun, þriðjudag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 25. maí 2015 18:21

sr grasgengid 2015Á morgun þriðjudaginn 26.maí þurfum við aðstoð á Álfsnesi við að leggja 300 fermetra af túnþökum. Mætum öll kl.18:00 og hespum þessu af. Eins þarf að sá grasfræjum í nokkra fermetra.

AddThis Social Bookmark Button
 
Aðalfundur félagsins verður haldinn 28.maí Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 21. maí 2015 17:42

Aðalfundur félagsins verður haldinn í félagsheimilinu á Álfsnesi fimmtudaginn 28.maí n.k. og hefst hann kl.19:00

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 111 112 113 114 115 116 117 118 119 120 Næsta > Síðasta >>

Síða 117 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing