Mánudagur, 03. febrúar 2014 09:37 |
Þjálfaranámskeið STÍ og ISSF fyrir verðandi haglabyssuþjálfara, verður haldið dagana 13.-16.febrúar kl. 09:00 - 17:00 alla dagana. Kennari er yfirmaður þjálfunarmála hjá ISSF, Kevin Kilty frá Írlandi og námskeiðið fer því fram á ensku. Þátttökugjald er kr. 30,000 en innifalin eru námsgögn, hádegsiverður og kaffiveitingar alla dagana. Hægt er að skrá sig beint hjá STÍ,
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
. Námskeiðið fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og lýkur með skriflegu prófi sem veitir D-réttindi sem grunnþjálfari í haglabyssu. Dagskrána má sjá hérna.
|
|
Laugardagur, 01. febrúar 2014 17:54 |
 Á landsmóti STÍ í 60 skotum liggjandi riffli, sem haldið var í Digranesi í dag sigraði Jóns Þór Sigurðsson úr SFK með 618,1 stig. Í öðru sæti varð Arnfinnur A. Jónsson SFK með 608,0 stig (24x+42-10) og í 3ja sæti Viðar Finnsson SFK með 608,0 stig (24x+39-10). Guðmundur H. Christensen úr SR varð í 5.sæti með 606,0 stig og Þorsteinn Bjarnarson SR í 13.sæti með 568,7 stig. Í kvennakeppninni sigraði Bára Einarsdóttir úr SFK með 607,4 stig en Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 606,3 stig. Í liðakeppninni sigraði A-lið SFK með 1.833,9 stig sem er jafnframt nýtt Íslandsmet (Jón Þ.Sigurðsson 618,1,Arnfinnur Jónsson 608,0,Stefán E. Jónsson 607,8). A-sveit Skotfélags ísafjarðar lenti í 2.sæti með 1.751,5 stig (Guðmundur Valdimarsson 595,8, Ívar M.Valsson 581,2, Valur Richter 574,5).
|
Fimmtudagur, 30. janúar 2014 15:11 |
Á laugardaginn fer fram landsmót í 60 skotum liggjandi riffli með cal.22 . Keppt verður í Digranesi og er riðlaskiptingin komin hérna.
|
Föstudagur, 24. janúar 2014 09:06 |
Ásgeir Sigurgeirsson úr SR vann gullið á landsmóti STÍ í frjálsri skammbyssu í gær. Hann hlaut 552 stig en næstur honum varð Thomas Viderö úr SFK með 535 stig. Í liðakeppninni sigraði A-liðið okkar með innanborðs þau Ásgeir Sigurgeirsson (552), Guðmund Kr. Gíslason (476) og Jórunni Harðardóttur (467) með 1,495 stig. Í öðru sæti varð A-sveit SFK með 1,480 stig en í þriðja sæti varð B-liðið okkar með 1,363 stig en það skipuðu þeir Engilbert Runólfsson (466), Guðmundur H.Christensen (461) og Jón Á. Þórisson (436). Þess ber einnig að geta að þessi grein er karlagrein á aljóðavettvangi en hérlendis hefur Skotíþróttasambandið lagað reglurnar að okkar aðstæðum og leyft konum og körlum að keppa í sama flokki, óháð kyni. Nánar á www.sti.is
|
Þriðjudagur, 21. janúar 2014 20:08 |
Opið verður, fyrir félagsmenn SR, á Álfsnesi miðvikudaginn 22.janúar á haglavöllum fyrir SKEET æfingar kl.12-15. Æfingastjóri verður Gunnar Sigurðsson. Eins verður byrjendanámskeið í Ólympísku skeeti á laugardaginn kl.14-16
|
Þriðjudagur, 21. janúar 2014 10:51 |
Fimmtudaginn 23.janúar er landsmót í frjálsri skammbyssu í Digranesi. Riðlaskiptingin er komin hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 153 af 293 |