Mánudagur, 16. desember 2013 12:54 |
Áramót Skotfélags Reykjavíkur í riffilskotfimi verður haldið á skotsvæði félagsins Álfsnesi á gamlársdag þann 31. Desember. Mæting er kl 10:00 og verður byrjað strax og birta leyfir.
Keppt verður í 2 flokkum, með rest og afturpoka annars vegar og af tvífæti og án afturstuðnings hins vegar. Þáttaka er öllum frjáls en hlaupabremsur eru bannaðar.
Skotið verður á scoreskífur 5 skot á 100 metrum 5 skot á 200 metrum og 5 skot á 300 metrum ef tími gefst til. Mótsnefnd áskilur sér hins vegar rétt til breytinga ef fjöldi þáttakenda er meiri en svo að tími vinnist til eða vegna veðurs .
Farið verður nánar yfir reglurnar á staðnum.
Þáttökugjald er kr 1000 fyrir félagsmenn SR. en kr 2000 fyrir aðra. Þeir sem vilja taka þátt þurfa að skrá sig hjá SR:
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Í síðasta lagi sunnudaginn 29.Desember.
Riffilnefnd Skotfélags Reykjavíkur.
|
|
Föstudagur, 13. desember 2013 13:52 |
Vikuna 15. til og með 19.des verður í gangi Jólamót SR í BR50 með cal.22lr (ekki hi-vel skot) og verður skotið á hefðbundnum opnunartíma. Fyrirkomulagið er þannig að menn fá merkta þeim BR50 skotskífu hjá æfingastjóra og skjóta á 30 mínútum 25 skotum. Færa skal inn á skífuna nafn, riffiltegund,sjónauka og skot. Æfingastjóri tekur við skífu og geymir á skrifstofunni. Mótsstjórn telur svo út stigin að loknu móti. Keppt verður í 4 flokkum og getur hver keppandi tekið þátt í þeim öllum ef hann á riffil sem uppfyllir skilyrðin.
1. Sporter flokkur, 0-3,855 kg og mesta stækkun á sjónauka má vera 6,5x. Leyfilegt er að nota stærri sjónauka en þá skal hann teipaður á 6,5x stækkunina.
2. Light Varmint flokkur, 3,856-4,762 kg.
3. Heavy Varmint flokkur, 4,763-6,800 kg.
4. Opinn flokkur, 6,801 kg eða þyngri.
Menn geta nú mætt með nánast hvaða cal.22lr riffil sem er og tekið þátt við bestu aðstæður.
Mótagjald í hverjum flokki er kr. 100 að viðbættu hefðbundnu æfingagjaldi skv.gjaldskrá.
|
Sunnudagur, 08. desember 2013 16:57 |
 Jón Þór Sigurðsson úr SFK setti nýtt Íslandsmet í enskum riffli, 60 skotum liggjandi, á landsmóti STÍ í Kópavogi í dag. Hann hlaut 618,3 stig. Arnfinnur A. Jónsson úr SFK varð annar með 614,8 stig og Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð þriðji með 604,6 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 597,5 stig.
|
Laugardagur, 07. desember 2013 18:47 |
Ásgeir Sigurgeirsson gerði sér lítið fyrir og vann 4. efsta mann heimslistans, Serbann Andrija Zlatic, í þýsku 1. deildinni í loftskammbyssu-skotfimi í dag. Þetta var eina viðureignin af fimm sem TSV Ötlingen, lið Ásgeirs, vann gegn HSG München, liðinu sem Serbinn öflugi keppir fyrir. Ásgeir skaut frábærlega og náði 391 stigi af 400 mögulegu en Zlatic náði 380 stigum af 400. München vann viðureignina samt sem áður, 4:1. Ásgeir keppir aftur á morgun með Ötlingen.
|
Laugardagur, 07. desember 2013 15:26 |
           Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet í Loftriffli í dag. Hún skaut 403,6 stig en Jórunn Harðardóttir varð önnur með 393,3 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur helgi Christensen úr SR með 593,2 stig en Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR varð annar með 497,6 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Thomas Viderö úr SFK með 559 stig, Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 542 stig og Stefán Sigurðsson úr SFK þriðji með 538 stig. Í kvennaflokki sigraði Kristína Sigurðardóttir úr SR með 360 stig + 8 innri tíur en Jórunn Haðrardóttir úr SR varð önnur með 360 stig + 4 innri tíur. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Kópavogs með 1,612 stig, A-sveit SR varð önnur með 1,603 stig og B-sveit SR þriðja með 1,544 stig. Myndir frá mótinu koma svo fljótlega hérna. Myndir frá JAK eru einnig hérna.
|
Laugardagur, 07. desember 2013 11:14 |
Lokað á Álfsnesi í dag laugardag vegna veðurs !!!!
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 157 af 293 |