Fimmtudagur, 09. janúar 2014 15:58 |
Opnuð hefur verið ný heimasíða þar sem allar upplýsingar um Smáþjóðaleikana 2015. Slóðin er www.reykjavik2015.is. Þeir verða haldnir í Reykjavík dagana 1. til 6.júní 2015. Í skotfimi verður keppt í loftskammbyssu og loftriffli í íþróttahúsi fatlaðra í Hátúni. Á Álfsnesi verður svo keppt í haglabyssu skeet, 60 skotum liggjandi riffli(s.k.enskum) og frjálsri skammbyssu. Í dag hélt ÍSÍ kynningarfund um leikana í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og var þangað boðið ráðamönnum Reykjavíkurborgar og Ríkisins sem um þessi mál fjalla.
|
|
Föstudagur, 03. janúar 2014 15:49 |
Í Egilshöllinni, vikuna 13.-18.jan 2014 verður í gangi Janúarmót SR í BR50 með cal.22lr (ekki hi-vel skot) og verður skotið á hefðbundnum opnunartíma. Fyrirkomulagið er þannig að menn fá merkta þeim BR50 skotskífu hjá æfingastjóra og skjóta á 30 mínútum 25 skotum.
|
Nánar...
|
Miðvikudagur, 01. janúar 2014 12:50 |
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og velunnurum félagsins gæfu og góðs gengis á nýju ári. Stjórnin þakkar þeim fjölmörgu sem lögðu hönd á plóginn í starfinu á gamla árinu og enn og aftur má geta þess að ekki verða unnin mörg afrek á sviði skotíþróttarinnar ef sjálfboðastarfs nyti ekki við. Sama er að segja um uppbyggingu starfsins í heild, hvort það er í þjálfun og leiðbeiningum í íþróttinni eða uppbyggingu og viðhaldi aðstöðunnar. Mörg afrek hafa verið unnin á sviði skotíþróttarinnar á árinu sem er að kveðja. Þau afrek verða ekki tíunduð hér enda hefur þeim verið gerð góð skil hér á síðunni að undanförnu. Stjórn félagsins hvetur þá sem vilja taka þátt í starfinu, með einhversskonar sjálfboðastarfi á nýju ári, að hafa samband við skrifstofu félagsins og eða starfsfólk félagsins á æfingasvæðum.
Gleðilegt nýtt ár, Stjórn Skotfélags Reykjavíkur.
|
Mánudagur, 30. desember 2013 14:13 |
Mæting keppenda á Áramótið í skeet er kl.10:30
|
Föstudagur, 27. desember 2013 09:59 |
Minnum á riffilmótið á Gamlársdag. Sjá nánari upplýsingar um mótið á næstu síðu hér að neðan... Athugið að lokaskráningu í mótið hefur verið framlengd til 30. des. til kl 18:00...
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 155 af 293 |