Laugardagur, 08. febrúar 2014 16:53 |
Þar sem við urðum að hafa lokað í dag á Álfsnesi, er okkur heimilt, samkvæmt ákvæði í starfsleyfinu, að opna á morgun, sunnudag. OPIÐ verður kl 13-17, nema veður breytist.
|
|
Laugardagur, 08. febrúar 2014 14:40 |
  Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í úrslitunum í dag eftir harða rimmu við keppinauta sína. Hann endaði með 197,2 stig en Adrian Simms frá Englandi kom á hæla hans með 195,0 stig. Í undankeppninni skaut Ásgeir 582 stig. Öðrum íslenskum keppendum gekk upp og ofan en yfir heildina fínt mót hjá þeim. Íris og Jórunn kepptu í loftriffli morgun en áttu ekki sinn besta dag. Sama má segja um keppnina í loftskammbyssu kvenna og karla. Íslenskir keppendur á þessu móti voru Ásgeir Sigurgeirsson, Guðmundur Helgi Christensen, Thomas Viderö, Stefán Sigurðsson, Ólafur Egilsson, Íris Eva Einarsdóttir, Jórunn Harðardóttir, Bára Einarsdóttir og Kristína Sigurðardóttir.
|
Laugardagur, 08. febrúar 2014 11:51 |
Úrslitin í loftskammbyssu karla hefjast kl. 14:00 og er hægt að fylgjast með hérna. Meðal keppenda er okkar maður, Ásgeir Sigurgeirsson, en hann tryggði sér sæti í úrslitum með því að vinna undankeppnina í morgun með 582 stigum.
|
Laugardagur, 08. febrúar 2014 11:16 |
Vegna hávaðaroks á Álfsnesi verða skotsvæðin lokuð í dag. Hviðurnar eru yfir 30 m/sek og jafn vindur um 20 m/sek, týpísk norðaustan átt á Álfsnesi.
|
Föstudagur, 07. febrúar 2014 17:27 |
 Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði í loftskammbyssu, á alþjóðlega mótinu Inter-Shoot í Hollandi í dag. Hann komst í úrlsit með frábæru skori 588 stig, aðeins einu stigi frá Íslandsmeti sínu. Í úrslitunum skoraði hann 203,9 stig en næsti maður var með 198,6 stig. Frábær árangur hjá honum og óskum við honum til hamingju með gullið. /gkg
|
Föstudagur, 07. febrúar 2014 08:22 |
Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti eigið Íslandsmet í loftriffli á alþjóðlega Inter-Shoot mótinu í Hollandi í morgun. Hún náði 409,4 stigum en gamla metið var 403,6 stig. Íris endaði í 9.sæti en var hársbreidd frá því að komast í úrslitin en skorti 0,1 stig til viðbótar. Á mótinu keppa 9 íslendingar í bæði loftriffli og loftskammbyssu. /gkg
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 152 af 293 |