Sunnudagur, 19. janúar 2014 12:15 |
Á landsmóti STÍ í loftbyssugreinunum sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 373 stig, aðeins einu stigi frá gildandi Íslandsmeti í loftskammbyssu kvenna. Í öðru sæti varð Kristína Sigurðardóttir einnig úr SR með 366 stig og í 3ja sæti Bára Einarsdóttir. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 574 stig, Thomas Viderö úr SFK varð annar með 554 stig og Stefán Sigurðsson úr SFK með 545 stig. Í liðakeppninni sigraði lið SFK-a með 1,630 stig, SR-a varð í öðru sæti með 1,628 stig og í 3ja sæti SFK-b með 1,514 stig. Guðmundur H.Christensen sigraði í loftriffli karla með 574,9 stig, Logi Benediktsson úr SFK varð annar með 556,5 stig og í 3ja sæti Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 512,0 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Íris E.Einarsdóttir úr SR með 396,8 stig og í 2.sæti varð jórunn Harðardóttir úr SR með 389,9 stig. Nánari úrslit eru hérna og eins er komið myndband frá mótinu í boði JAK hérna.
|
|
Miðvikudagur, 15. janúar 2014 11:46 |
Landsmót STÍ í loftskammbyssu og loftriffli fer fram í Digranesi á laugardaginn. Riðlaskipting mótsins er komin hérna.
|
Miðvikudagur, 15. janúar 2014 11:07 |
Opið verður, fyrir félagsmenn SR, á Álfsnesi fimmtudaginn 16.jan og föstudaginn 17.jan á haglavöllum fyrir SKEET æfingar kl.12-15. Æfingastjóri verður Gunnar Sigurðsson.
|
Mánudagur, 13. janúar 2014 16:07 |
Silúettuæfingar með stórum skammbyssum eru að hefjast. Fyrst um sinn verða þær seinnipartinn á laugardögum og verður fyrsta æfing á laugardaginn kemur kl.14 - 16. Félagsmenn eru allir velkomnir að taka þátt en þið verðið að taka með ykkur byssur sjálf. Yfirleitt eru notaðar rúllur í t.d. cal.357 þar sem skotið er útá allt að 100 metra færi. Æfingastjóri verður Eiríkur Björnsson og mun hann örugglega taka vel á móti ykkur á fyrstu æfingar. Þessar æfingar hafa forgang á æfingatíma.
|
Sunnudagur, 12. janúar 2014 11:40 |
  Á landsmóti STÍ í Sportskammbyssu sem haldið var í Digranesi í gær, urðu liðin okkar í 1. og 2.sæti. Í A-liðinu voru Karl Kristinsson(532), Kristína Sigurðardóttir(524) og Jón Á. Þórisson(488) með 1,544 stig. Í B-liðinu voru Engilbert Runólfsson(521), Kolbeinn Björgvinsson(484) og Jórunn Harðardóttir(475) með 1,480 stig. Í 3ja sæti varð A-lið SFK með 1,465 stig. Í einstaklingskeppninni sigraði yngsti keppandinn, Grétar M. Axelsson frá Akureyri með 544 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 532 stig og í þriðja sæti Kristína Sigurðardóttir úr SR með 524 stig. Þess má geta að Sportskammbyssa er kvennagrein á Ólympíuleikum en hérlendis er keppt í opnum flokki karla og kvenna. Afar ánægjulegt er að sjá fjölda keppenda og greinilegt að þessi grein vekur áhuga margra iðkenda. Keppt er með hálfsjálfvirkum cal.22 skammbyssum eða rúllum, á 25 metra færi. Á YouTube síðu Alþjóða Skotsambandsins má sjá hvernig þessi grein fer fram t.d.hérna. Myndir frá mótinu eru hérna. /gkg
|
Laugardagur, 11. janúar 2014 17:29 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppir með liði sínu, TSV Öttlingen, í þýsku deildinni í dag. Hægt er að sjá stöðuna hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 154 af 293 |