Föstudagur, 15. nóvember 2013 09:43 |
Á morgun laugardag, er opið á Álfsnesi kl.12 til 16.
|
|
Fimmtudagur, 07. nóvember 2013 14:10 |
Heimsbikarfinal í kúlugreinum stendur nú yfir í München í Þýskalandi. Hægt er að fylgjast með stöðu mála á heimasíðu ISSF.
|
Fimmtudagur, 07. nóvember 2013 13:34 |
Umhverfisstofnun hefur gefið út eftirfarandi greinargerð vegna aksturs á veiðslóð:
Veiðimönnum er bannað að aka á frosinni jörð.
Akstur á veiðislóð á fjórhjólum er ögn flóknari. Samkvæmt 17. lið 9. greinar laga nr. 64 frá 1994, eins og henni var breytt, er bannað að halda til veiða á fjórhjólum. Í lögunum er ekki gerður greinarmunur á götuskráðum fjórhjólum og óskráðum fjórhjólum. Má því ætla að þessari grein sé ætlað að banna allan akstur fjórhjóla með skotvopn á leið til veiða. Nokkru eftir að lögunum var breytt komu götuskráð fjórhjól fram á sjónarsviðið. Samkvæmt áliti ríkissaksóknara er litið á götuskráð fjórhjól á sama hátt og bifreiðar þegar veiðar eru annars vegar. Óskráðum fjórhjólum má hinsvegar einungis aka á ræktuðu landi en ekki á vegum og merktum vegaslóðum. Óheimilt er því að nota þau til að flytja veiðimenn að og frá veiðislóð.
|
Nánar...
|
Mánudagur, 21. október 2013 15:46 |
Þá er sænska meistaramótið Luftpistol Allsvenskan að hefjast þetta tímabilið. Félagsmenn okkar sem ætla að taka þátt þurfa að senda inn skráningu fyrir 1.nóvember n.k. til félagsins. Við göngum svo frá skráningu hjá Svíunum og veljum í liðin. Fyrirkomulagið er svipað og undanfarin áratug, 7.umferðir og hefst 1.umferð þann 18.nóvember n.k. Síðustu umferð lýkur svo 3.mars 2014.
|
Sunnudagur, 20. október 2013 16:49 |
 Jórunn Harðardóttir úr SR bætti eigið Íslandsmet í dag á enskum riffli liggjandi. Hún skaut hlaut 609,1 stig en gamla metið sem hún átti sjálf, var 604,7 stig frá því 23.febrúar s.l. Í karlaflokki sigraði Arnfinnur A.Jónsson úr SFK með 613,7 stig, annar varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 610,3 stig og í þriðja sæti Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,4 stig. Jafnframt bætti A-sveit Skotfélags Kópavogs Íslandsmetið með 1829,6 stigum en gamal metið áttu þeir einnig síðan 23.febrúar s.l., 1826,9 stig.
|
Sunnudagur, 20. október 2013 16:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson lagði af stað frá Keflavík um hádegið á föstudag og átti bókað flug til Kaupmannahafnar og þaðan til Stuttgart. Fluginu til Stuttgart var aflýst þann daginn og ekki farið fyrr en á laugardaginn, en þá var fyrsta mótið sem hann tók þátt í í vetur í Bundesligunni þýsku í loftskammbyssu með 1. deildarliðinu sem hann gekk til liðs við nú í haust, TSV Ötlingen. Hann komst á mótsstað á síðustu stundu en ekki með neinn farangur.... allur búnaðurinn hans fór eitthvað allt annað. Nú voru góð ráð dýr, hann fékk allt lánað, byssu, gleraugu og skó. Úrslitin fóru svo að Mikec Damir vann með 383 stig en Ásgeir var með 381 stig. TSV Ötlingen tapaði þessari viðureign við SGi Waldenburg 4-1. Seinna mótið fór svo fram í dag og þá var Ásgeir kominn með sinn búnað. Þar keppti hann á móti Vladimar Isakov frá Rússlandi, en Isakov keppir fyrir SGi Waldenburg. Isakov er einn sterkasti skotmaður í heimi í dag og er í 13. sæti heimslistans. Ásgeir sem er í 32. sæti heimslistans vann sína viðureign með 382 stigum á móti 381 stigi Isakovs. En hins vegar tapaði TSV Ötlingen viðureigninni við SGi Waldenburg 3-2 í dag.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 151 152 153 154 155 156 157 158 159 160 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 160 af 293 |