Laugardagur, 19. október 2013 19:42 |
 Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag setti Íris Eva Einarsdóttir úr SR nýtt Íslandsmet í loftriffli, 401,6 stig en í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir SR emð 393,5 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 592,0 stig. Í öðru sæti varð Logi Benediktsson úr SFK með 561,0 stig og í þriðja sæti Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 494,1 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 364 stig. Í karlaflokki sigraði Thomas Viderö úr SFK með 569 stig.
|
|
Föstudagur, 18. október 2013 22:21 |
Riðlaskipting mótsins er hérna. Kl.10 hefst keppni í loftskammbyssu og kl.12 í loftriffli.
|
Fimmtudagur, 17. október 2013 11:23 |
Úrslit BR-50 mótsins eru hérna.
|
Fimmtudagur, 17. október 2013 11:16 |
Á móti sem haldið var 2.október á Álfsnesi, braut einn þátttakandinn öryggisreglur okkar. Viðkomandi hunsaði ítrekuð tilmæli skotstjóra og hélt áfram að skjóta eftir að rauða ljósið var kveikt og sírenan sett í gang. Hann játaði skýlaust brot sitt og hefur stjórn félagsins úrskurðað viðkomandi í 1 árs bann við æfingum og keppni á svæðum félagsins á Álfsnesi og í Egilshöll.
|
Miðvikudagur, 16. október 2013 16:58 |
Í kvöld er LOKAÐ í Egilshöllinni vegna starfsdags. Á Álfsnesi er opið til 19:00 eða meðan birta leyfir.
|
Þriðjudagur, 15. október 2013 07:34 |
Skráningu keppenda á mótin um helgina, lýkur í dag. Á laugardaginn er Landsmót í loftskammbyssu og loftriffli í Egilshöll. Á sunnudaginn í 60 skotum liggjandi í Digranesi. Keppendur okkar sendi skráningu á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 161 af 293 |