Þriðjudagur, 02. júlí 2013 17:13 |
Heimsbikarmótið í Granada á Spáni er nú að hefjast. Í fyrramálið heldur Ásgeir Sigurgeirsson utan en hann keppir í Frjálsri skammbyssu á laugardag og sunnudag. Á miðvikudaginn keppir hann svo í loftskammbyssu. Hákon Þ.Svavarsson og Ellert Aðalsteinsson fljúga svo út á sunnudaginn og keppa í skeet á miðvikudag og fimmtudag. Hægt verður að fylgjast með keppni þeirra á heimasíðu ISSF hérna.
|
|
Þriðjudagur, 02. júlí 2013 17:05 |
Landsmót UMFÍ á Selfossi hefst á fimmtudaginn með keppni í skeet á velli SFS í Þorlákshöfn og heldur áfram á föstudeginum. Á laugardaginn er keppt í enskum riffli í Þorlákshöfn og á sunnudaginn í loftskammbyssu og loftriffli í reiðhöllinni við Brávelli. Keppni hefst alla dagana kl.10:00. Við eigum fjóra keppendur í hverri grein en okkar fólk keppir undir merkjum ÍBR, Íþróttabandalags Reykjavíkur.
|
Sunnudagur, 23. júní 2013 20:04 |
Unglingurinn frá Húsavík, Sigurður Unnar Hauksson (106), sigraði á landsmótinu eftir keppni við Hákon Þ. Svavarsson úr SFS sem var efstur eftir undankeppnina og jafnaði þar Íslandsmetið með 115 stig. Okkar maður Örn Valdimarsson (107) varð þriðji eftir harða keppni við annan SR-ing, Ellert Aðalsteinsson (104). Í fimmta sæti varð Jakob Þ. Leifsson (110) úr SÍH og í 6. sæti okkar maður Guðmundur Pálsson (103). Í liðakeppni sigraði A-sveit SR með 302 stig og sveit SA hafnaði í öðru sæti með 300 stig. SÍH varð svo í 3ja sæti með 294 stig.
Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir (32) úr SÍH, önnur varð Snjólaug M. Jónsdóttir (33) úr MAV, sem jafnaði Íslandsmetið og þriðja Anný B. Guðmundsdóttir (16) úr SÍH. Okkar dama, Dagný Hinriksdóttir (31), varð í fjórða sæti.
Nánari úrslit má sjá hér
|
Fimmtudagur, 20. júní 2013 22:38 |
Á aðalfundi Skotfélags Reykjavíkur, sem haldinn var í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í kvöld, var Jórunn Harðardóttir kjörin formaður félagsins til næstu tveggja ára. Aðrir í stjórn eru Guðmundur Kr. Gíslason, Kjartan Friðriksson, Örn Valdimarsson og Arnbergur Þorvaldsson í aðalstjórn og í varastjórn Sigfús Tryggvi Blumenstein og Hermann Kristjánsson.
|
Miðvikudagur, 19. júní 2013 21:11 |
Forseti Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands og forseti FIBA Europe, Ólafur Eðvarð Rafnsson, er látinn, fimmtugur að aldri. Ólafur varð bráðkvaddur í Sviss nú fyrr í dag þar sem hann sótti fund í miðstjórn FIBA World , Alþjóða Körfuknattleikssambandsins. Hann lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Ólafur starfaði sem lögmaður og rak eigin lögmannsstofu í Hafnarfirði. Ólafur Eðvarð Rafnsson var formaður Körfuknattleikssambands Íslands frá árinu 1996 til 2006 en það ár var hann kosinn forseti ÍSÍ. Ólafur var kjörinn forseti FIBA Europe árið 2010. Hann tók í lok síðasta mánaðar við stöðu forseta framkvæmdastjórnar Smáþjóðaleikanna. Ólafur stundaði sjálfur körfuknattleik um árabil með Haukum og lék m.a. með landsliði Íslands.
Stjórn Skotfélags Reykjavíkur harmar fráfall góðs félaga og öflugs foringja og vottar fjölskyldu Ólafs sína dýpstu samúð.
|
Miðvikudagur, 19. júní 2013 07:34 |
Um næstu helgi er haldið landsmót STÍ í skeet-haglabyssu á Blönduósi. Mótshadari er skotfélagið Markviss. Við sendum þangað fríðan flokk keppenda eða alls 7 keppendur. Hægt að fylgjast með tölulegum upplýsingum hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 169 af 293 |