Mánudagur, 09. september 2013 11:10 |
Á Bikarmeistaramóti STÍ í skeet sem haldið var í Hafnarfirði um helgina sigraði Örn Valdimarsson úr SR. Í öðru sæti varð Guðlaugur B. Magnússon úr SA og í þriðja sæti varð Sigurður U. Hauksson frá Húsavík. Guðlaugur varð jafnframt Bikarmeistari STÍ 2013. Í kvennaflokki sigraði Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr SÍH og í 3ja sæti Dagný H. Hinriksdóttir úr SR. Snjólaug varð einnig Bikarmeistari STÍ 2013 í kvennaflokki. Nánari úrslit eru hérna.
|
|
Fimmtudagur, 05. september 2013 13:00 |
Sigurður Hallgrímsson varð stigahæstur á BR50 mótinu í gær. Skoða má tölurnar hérna.
|
Mánudagur, 02. september 2013 15:13 |
Keppendur í skeet athugið að skráningu á Bikarmót STÍ í Hafnarfirði lýkur á morgun. Sendið okkur skráningu sem allra fyrst á
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
Staðan í keppninni um Bikarmeistara 2013 er hérna.
|
Föstudagur, 30. ágúst 2013 12:13 |
BR50 mót verður haldið MIÐVIKUDAGINN 4. sept nk. á Álfsnesi. Fyrirkomulag er með þeim hætti að skotin eru 25 stk skot á keppnisskífu af 50 metra færi, ásamt ótakmörkuðum fjölda af æfingarskotum á sömu skífu. Athugið að skotið er með 22. Long Rifle eingöngu á 50 metra færi. BR50 stendur fyrir Benchrest fyrir cal. 22LR á 50metra færi. Öllum er frjáls þátttaka og er sama keppnisgjald fyrir innanfélagsmenn og þá sem ekki eru í félaginu - verið velkomin þið sem eigið 22 riffla !
Ath - keppt er samkvæmt Enskum Reglunum í BR50. Mótið fer fram á tímabilinu kl:17—20. Hefur hver skotmaður 45mín......
|
Nánar...
|
Fimmtudagur, 29. ágúst 2013 22:44 |
Vegna slæmrar veðurspár verður mótinu á laugardaginn frestað til kl. 12:00. Skotnir verða 2 hringir þann daginn og svo 3 á sunnudaginn. Þar sem keppendur eru ekki nema 11 talsins verður ekki skipt í B-úrslit á sunnudaginn.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 161 162 163 164 165 166 167 168 169 170 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 163 af 293 |