Föstudagur, 07. júní 2013 19:08 |
Keppnisæfing vegna landsmóts STÍ í frjálsri skammbyssu verður kl.15-17 á morgun laugardag.
|
|
Mánudagur, 03. júní 2013 10:06 |

Athugið að riffilskýlið verður lokað í kvöld - og fyrirhuguðu móti aflýst - vegna veðurs - nána síðar....
Innanfélagsmót í Silúettu með cal.22lr rifflum verður haldið á Álfsnesi á þriðjudagskvöldið 4.júní kl.18. Ath skv.reglum eru leyfðir rifflar sem vega allt að 4,6kg. Skráning á staðnum. Á sama tíma er opið fyrir æfingu í BR50. Athugið einnig að svæðið er lokað fyrir annarri skotfimi á þessum tíma.
|
Sunnudagur, 02. júní 2013 15:43 |
Skotfélag Reykjavíkur varð 146 ára í dag.
|
Sunnudagur, 02. júní 2013 15:36 |
   Landsmóti STÍ í skeet var að ljúka og sigraði Akureyringurinn Guðlaugur Bragi Magnússon, í öðru sæti varð sveitungi hans Grétar Már Axelsson og þriðji Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands. Í fjórða sæti varð Sigurður Unnar Hauksson frá Húsavík. Í fimmta sæti varð Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur og Stefán Gísli Örlygsson, einnig úr Skotfélagi Reykjavíkur varð sjötti. Sveit Skotfélags Akureyrar sigraði í liðakeppninni, en í henni voru auk Guðlaugs og Grétars, Sigurður Áki Sigurðsson, A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur, með innanborðs auk Stefáns og Arnar, Kjartan Örn Kjartansson og B-sveit SR varð í þriðja sæti, með Gunnar Sigurðsson, Hjört Sigurðsson og Sigtrygg Á. Kalrsson innaborðs. Árangur Akureyrarliðsins er einnig nýtt Íslandsmet liða. Myndir komnar hér. úrslit koma fljótlega.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 171 af 293 |