Miðvikudagur, 08. maí 2013 11:14 |
Í gærkvöldi fór fram silúettumót á 100 metrum á Álfsnesi. Úrslitin eru hérna.
|
|
Þriðjudagur, 07. maí 2013 14:45 |
BIG BORE Hlað riffilkeppnin verður haldin sunnudaginn 12. maí á velli SR Álfsnesi, hefst kl 13.00, æfingarskot leyfð milli kl. 12.00 - 12.40. Lágmarkshlaupvídd cal. .338 eða 8,5 mm.Keppnisfyrirkomulag hefðbundið 10 skot fríhendis á 100 m. á 30 mínútum, skotvettlingar, ólar eða skotjakkar ekki leyfðir. Skráning til föstudagsins 10. maí kl. 18.00 í verslun Hlað Bíldshöfða 12, keppnisgjald 990 krónur, glæsileg verðlaun að vanda.
Fyrstu verðlaun er gjafabréf frá Icelandair, sem er ígildi Evrópufarseðils, ekki amarlegt það.
Frábær skemmtun til að taka þátt í og til að horfa á.
|
Sunnudagur, 05. maí 2013 14:24 |
Á Vormóti SR í Bench Rest sem var að ljúka, sigraði Valdimar Long með 0,4688 stig (gr.agg.), annar varð Kjartan Friðriksson með 0,5125 stig og þriðji Bergur Arthursson með 0,5565 en þeir keppa allir fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Næstu menn voru Hjörleifur Hilmarsson SFK með 0,5853, Daníel Sigurðsson SR með 0,6265 og Kristján R. Arnarson SKH með 0,6302 stig. Nálgast má nokkrar myndir frá verðlaunaafhendingunni hérna og einnig syrpa hjá Halldóri Nikulássyni hérna. Bráðabirgða skorblað og tækjalisti er hérna, en eftir á að umreikna tommurnar í mm. Athugið að skjalið er tvær blaðsíður. /gkg
|
Laugardagur, 04. maí 2013 16:51 |
Þá er fyrri degi lokið á Vormóti SR í Bench Rest skofimi með rifflum á 200 metra færi. Á morgun verður svo keppt á 300 metra færinu. Keppt er með s.k. Heavy Varmint riffllum í grúppu. Eftir daginn er Íslandsmeistarinn Valdimar Long efstur með meðal grúppu 0,3657, annar er Hjörleifur Hilmarsson með 0,4410 og þriðji Bergur Arthursson með 0,4872. Skoða má skorin nánar hérna. Myndir sem Halldór Nikulásson tók eru hérna. /gkg
|
Föstudagur, 03. maí 2013 10:06 |
Athugið að skotskýlið á Álfsnesi er lokað laugardaginn 4. maí milli kl 10:00 og 14:00 vegna Vormóts SR í Benchrest. Almenn opnun í skotskýlinu er frá 14:00 til 18:00. Skeetvellir félagsins eru opnir frá 10:00 til 18:00.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 171 172 173 174 175 176 177 178 179 180 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 176 af 293 |