Sunnudagur, 15. september 2019 09:56 |
Við áttum 3 keppendur á Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinum sem var að ljúka á Ítalíu. Alls voru keppendur 74. Hákon Þór Svavarsson endaði í 57.sæti með 113 stig, Stefán Gísli Örlygsson í 65.sæti með 110 stig og Sigurður Unnar Hauksson í 69.sæti með 108 stig. Þeir höfnuðu síðan í 18.sæti í liðakeppninni með 331 stig enn 19 þjóðir sendu lið til keppni. Evrópumeistari karla varð Jakub Tomecek frá Tékklandi og í kvennaflokki Danka Bartekova frá Slóvakíu.
|
|
Laugardagur, 07. september 2019 19:22 |
Fyrri degi er nú lokið á Reykjavik Open í skeet, Pétur Gunnarsson er efstur með 73 stig, annar er G.Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar með 69 stig og þriðji er Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 67 stig. Keppni lýkur á morgun en þá er skipt í A og B úrslit, einsog sjá má á meðfylgjandi skorblaði. Einnig má sjá nokkrar myndir frá mótinu hérna.
|
Laugardagur, 07. september 2019 13:51 |
Staðan á Íslandsmótinu í Bench Rest eftir fyrri daginn liggur nú fyrir, en í dag var keppt á 100 metra færi. Jón B. Kristjánsson úr MAV frá Blönduósi er efstur með 250 stig og 13 X-ur, annar er Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar einnig með 250 stig og 13 X-ur, en Jón náði fyrr X-tíu. Þriðji er svo Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 249 stig og 16 X-ur. Á morgun er svo keppt á 200 metra færi og Íslandsmeistaratitilinn hlýtur sá sem er efstur í samanlögðu
|
Miðvikudagur, 04. september 2019 16:22 |

Hið árlega Reykjavik Open í haglabyssugreininni SKEET, verður haldið á haglabyssuvöllum félagsins á Álfsnesi um helgina. Keppnisæfing kl.16-20 á föstudag
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 57 af 293 |