Evrópumeistaramót í skeet á Ítalíu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. september 2019 09:56

Við áttum 3 keppendur á Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinum sem var að ljúka á Ítalíu. Alls voru keppendur 74. Hákon Þór Svavarsson endaði í 57.sæti með 113 stig, Stefán Gísli Örlygsson í 65.sæti með 110 stig og Sigurður Unnar Hauksson í 69.sæti með 108 stig. Þeir höfnuðu síðan í 18.sæti í liðakeppninni með 331 stig enn 19 þjóðir sendu lið til keppni.  Evrópumeistari karla varð Jakub Tomecek frá Tékklandi og í kvennaflokki Danka Bartekova frá Slóvakíu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Dagný bætti Íslandsmet og Pétur jafnaði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. september 2019 20:21

2019 sropen lokaurslitgkg_6211sropenfinalbgkg_6294sropen2019finalaÁ Reykjavik Open í haglabyssugreininni Skeet, féll eitt Íslandsmet og annað var jafnað. Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti fyrra met um eitt stig og endaði með 44 stig (88). Hún sigraði í B-keppninni, annar varð Vignir Jón Vignisson með 39 stig (84) og í þriðja sæti varð Þórey Inga Helgadóttir með 30 stig (91) en hún varð jafnframt Reykjavíkurmeistari 2019 með árangri sínum í undankeppninni. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði Íslandsmetið í undakeppninni með því að ná 121 stigi af 125 mögulegum. Sá árangur tryggði honum Reykjavíkurmeistaratitil karla. Hann hafnaði að lokum í öðru sæti í final með 53 stig en Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar sigraði með 54 stig (115) og Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 42 stig (110).

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótinu í Bench Rest lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. september 2019 20:15

2019 br islmot alls_page_12019 br islmot 100m_page_22019 br islmot 200m_page_3gkg_6148br1finnurmriffilgkg_6172br123gkg_6178br1finnurÍslandsmótinu í riffilgreininni Bench Rest lauk á svæði Skotfélags Reykjavíkur í dag. Íslandsmeistari varð Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar en hann skaut öllum sínum 50 skotum í tíuna eða alls 500 stig og eins var hann með 17 innri tíur. 500 stigum hefur enginn náð á síðustu 30 árum. Í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 498 stig og 28 innri tíur. Í þriðja sæti hafnaði Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 498 stig og 23 innri tíur.

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan í Reykjavik Open eftir fyrri dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. september 2019 19:22

2019sropenaogbFyrri degi er nú lokið á Reykjavik Open í skeet, Pétur Gunnarsson er efstur með 73 stig, annar er G.Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar með 69 stig og þriðji er Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 67 stig. Keppni lýkur á morgun en þá er skipt í A og B úrslit, einsog sjá má á meðfylgjandi skorblaði. Einnig má sjá nokkrar myndir frá mótinu hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan á Íslandsmótinu eftir fyrri daginn Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 07. september 2019 13:51

2019 br islmot skor 100m 7septStaðan á Íslandsmótinu í Bench Rest eftir fyrri daginn liggur nú fyrir, en í dag var keppt á 100 metra færi. Jón B. Kristjánsson úr MAV frá Blönduósi er efstur með 250 stig og 13 X-ur, annar er Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar einnig með 250 stig og 13 X-ur, en Jón náði fyrr X-tíu. Þriðji er svo Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 249 stig og 16 X-ur. Á morgun er svo keppt á 200 metra færi og Íslandsmeistaratitilinn hlýtur sá sem er efstur í samanlögðu

AddThis Social Bookmark Button
 
Hið árlega Reykjavík Open í skeet um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 04. september 2019 16:22

2019sropenridlar
skeet vinchanc 013_sk125 issfHið árlega Reykjavik Open í haglabyssugreininni SKEET, verður haldið á haglabyssuvöllum félagsins á Álfsnesi um helgina. Keppnisæfing kl.16-20 á föstudag

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>

Síða 57 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing