Fimmtudagur, 13. febrúar 2020 11:47 |
Gríska skammbyssuskyttan Anna Korikaki, sem vann gull og brons verðlaun á Ólympíuleikunum í Ríó, mun hlaupa fyrsta spölinn með Ólympíueldinn fyrir leikana í Tókýó síðar á árinu. Nánar hérna.
|
|
Miðvikudagur, 12. febrúar 2020 21:24 |
Landsmót STÍ í 50m Riffli fór fram í Kópavogi laugardaginn 8.febrúar. Í karlaflokki jafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK eigið Íslandsmet með 623,7 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 618,2 stig og Guðmundur Valdimarsson úr SÍ þriðji með 613,5 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1817,4 stig, sveit SFK önnur með 1811,7 stig og sveit SR þriðja með 1799,4 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 612,5 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 591,1 stig.
|
Þriðjudagur, 11. febrúar 2020 08:55 |
Landsmót í Þrístöðu-riffli fór fram í Kópavogi á sunnudaginn. Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði með 1,112 stig, Theodór Kjartansson úr SK varð annar með 1,010 stig og þriðji varð Valur Richter úr SÍ með 1,008 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 1,089 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 955 stig.
|
Miðvikudagur, 29. janúar 2020 08:44 |
 Um helgina er skotfimi á dagskrá Reykjavíkurleikanna. SR sér um framkvæmdina einsog áður. Hér fylgir keppendalisti og riðlar báða dagana. Keppni hefst á laugardaginn í loftskammbyssu kl.9 og eins á sunnudaginn í loftriffli kl.9. Keppnisæfing í loftskammbyssu er kl.19-21 á föstudaginn. Keppnin fer fram í Laugardalshöllinni í sal 3 og 4 í nýju byggingunni. Farið er inn um aðalinnganginn og upp á aðra hæð þegar inn er komið. Hægt verður að fylgjast með keppnunum á þessum slóðum : LOFTSKAMMBYSSA og LOFTRIFFILL
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 51 af 293 |