Föstudagur, 06. mars 2020 20:07 |
 Reykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum fer fram í Egilhöllinni á sunnudaginn og hefst kl 09:00. Keppnisæfing er kl.18-20 á laugardaginn.
Hægt verður að fylgjast með framvindu hérna:
|
|
Föstudagur, 28. febrúar 2020 16:11 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppti á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu í dag. Mótið er haldið í Wroclaw í Póllandi. Hann hafnaði í 38.sæti af 83 keppendum. Skorið hjá honum var 573 (94 98 93 97 97 94) en til að komast í átta manna úrslit þurfti 580 stig.
|
Fimmtudagur, 27. febrúar 2020 10:13 |
Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið í Kópavogi á laugardaginn. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 578 stig, annar varð Peter Martisovic úr SFK með 544 og í þriðja sæti hafnaði Karl Kristinsson úr SR einnig með 544 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 548 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 506 stig. í unglingaflokki sigraði Sigríður Láretta Guðmundsdóttir úr SA með 515 stig og Rakel Arnþórsdóttir úr SA varð önnur með 466 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SR með 1,635 stig, önnur varð sveit SFK með 1,560 og þriðja varð sveit SKA með 1,375 stig.
Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 591,9 stig, Theodór Kjartansson úr SK varð annar með 554,5 stig og Þórir Krsitinsson úr SR varð þriðji með 544,3 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 582,8 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 519,9 stig.
|
Sunnudagur, 23. febrúar 2020 17:08 |
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði með 540 stig, annar varð Karl Kristinsson úr SR með 526 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr SA með 523 stig.
|
Föstudagur, 21. febrúar 2020 14:24 |
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu verður haldið í Egilshöllinni á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með í beinni hérna.
|
Sunnudagur, 16. febrúar 2020 20:03 |
Pétur Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á afar sterku móti í haglabyssugreininni SKEET, á Kýpur um helgina. Skorið hjá honum var mjög gott, 120 stig af 125 mögulegum (24 24 25 24 23). Skora þurfti 121 stig til að komast í úrslit en Pétur lenti í 14.sæti. Reino Velleste frá Eistlandi sigraði, Ethymios Mitas frá Grikklandi varð annar og Johan Birkykke frá Danmörku varð þriðji. Keppendur á mótinu voru alls 105 talsins og er hægt að finna heildarúrslit mótsins hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 50 af 293 |