Sunnudagur, 26. júlí 2020 20:57 |
Íslandsmótið í h
aglabyssugreininni Compak Sporting fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Mótið var mjög fjölmennt en 46 keppendur mættu til leiks.
Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 162 stig, önnur varð Snjólaug María Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss frá Blönduósi með 148 stig og í þriðja sæti Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 143 stig.
Í unglingaflokki sigraði Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 172 stig og Viðar Hilmarsson úr Skotfélagi Akureyrar hlaut silfrið með 165 stig.
Í karlaflokki sigraði Gunnar Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 184 stig, Þórir Guðnason úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð annar með 183 stig og Jóhann Ævarsson úr Skotfélagi Akureyrar þriðji með 181 stig.
Í liðakeppninni sigraði A-lið Skotfélags Reykjavíkur (Gunnar Gunnarsson, Jón Valgeirsson og Felix Jónsson) með 533 stig, A-lið Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar (Þórir Guðnason, Ellert Aðalsteinsson og Ævar Sveinn Sveinsson) varð í öðru sæti með 525 stig og bronsið hlaut B-lið Skotfélags Akureyrar (Ragnar Már Helgason, Bragi Óskarsson og Ómar Örn Jónsson) með 518 stig.
|
|
Fimmtudagur, 23. júlí 2020 18:20 |
Hérna kemur riðlaskiptingin og keppendalistinn fyrir helgina á Landsmóti STÍ í Ólympísku keppnisgreininni í haglabyssu SKEET. Keppnisæfing er kl. 18 til 20 á föstudaginn. Keppni hefst svo kl. 10 bæði laugardag og sunnudag.
|
Fimmtudagur, 16. júlí 2020 19:02 |
Vegna slæmrar veðurspár fyrir laugardaginn verður skotsvæði okkar á Álfsnesi LOKAÐ þann daginn en í staðinn verður opið á SUNNUDAGINN !!
|
Sunnudagur, 12. júlí 2020 19:40 |
Um helgina hélt Skotdeild Keflavíkur Landsmót í haglabyssugreininni SKEET. 20 keppendur mættu til leiks. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands bæti eigið Íslandsmet og endaði með 103 stig í kvennaflokki. Í úrslitum hafði þó Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur betur og landaði gullinu. Helga varð önnur og María Rós Arnfinnsdóttir þriðja. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar var eini keppandinn í unglingaflokki, halut því gullið og endaði með 100 stig. Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands ne hann var með 117 stig fyrir úrslit en þar hafði hann betur gegn Pétri T. Gunnarssyni úr Skotfélagi Reykjavíkur sem var með 111 stig í undankeppninni. Í úrslitunum var Hákon með 52 stig en Pétur 51 stig. Bronsið hlaut Aðalsteinn Svavarsson úr Skotíþrottafélagi Suðurlands. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 281 stig, í öðru sæti Skotfélag Akraness með 274 stig og Skotdeld Keflavíkur hlaut bronsið.
|
Sunnudagur, 28. júní 2020 19:53 |
Landsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR, Guðrún Hjaltalín úr SKA varð önnur og Helga Jóhannsdóttir úr SFS þriðja. Í karlaflokki sigraði Jakob Þ. Leifsson úr SFS, Hákon Þ. Svavarsson úr SFS varð annar og Pétur T. Gunnarsson úr SR varð þriðji. Daníel L. Heiðarsson hlaut gullið í unglingaflokki. Í liðakeppninni vann sveit SFS gullið og sveit SA silfrið.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 44 af 291 |