Miðvikudagur, 24. júní 2020 20:02 |
Carl J. Eiríksson lést 12. júní sl.
Carl var fæddur 29. desember 1929.
Carl var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma og keppti lengst af fyrir Skotfélag Reykjavíkur og síðar Skotfélagið Baldur.
Hann keppti í 60skota liggjandi riffli cal.22 greininni lengst af. Einnig tók hann þátt í skammbyssugreinum ýmiskonar og í þríþraut í riffilgreininni, svo eitthvað sé nefnt.
Carl átti fjölmörg Íslandsmet í skotgreinum og vann til fjölda Íslandsmeistara titla.
Carl keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, í riffilgreininni 60skot liggjandi.
Eins tók hann þátt í fjölmörgum keppnum á erlendri grundu í gegnum tíðina.
|
|
Laugardagur, 13. júní 2020 16:55 |
Fyrri degi er nú lokið á Landsmótinu í Skeet á Álfsnesi. Myndir hérna:Â
|
Miðvikudagur, 10. júní 2020 10:01 |
Fyrsta Landsmótið þetta árið í haglabyssugreininni SKEET fer fram á Álfsnesi um helgina.
|
Laugardagur, 06. júní 2020 21:07 |
Fyrsta Landsmót sumarsins í fór fram í dag. Keppt var í Norrænu Trappi á Blönduósi. Jón Valgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði, Jóhann Halldórsson úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð annar og í þriðja sæti Lúther Ólason úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Í kvennaflokki mætti einn keppandi Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss og eins í unglingaflokki, Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur, en hann setti jafnframt nýtt Íslandsmet í unglingaflokki, 71 stig.Â
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 45 af 291 |