Laugardagur, 23. janúar 2021 09:52 |
Lokað er á Álfsnesi í dag. Lognið er að ferðast aðeins of hratt.
|
|
Föstudagur, 15. janúar 2021 09:43 |
Stjórn félagsins hefur ákveðið að algjört blýbann verði á haglavöllunum á Álfsnesi, þar til annað verður ákveðið. Undanfarin ár hafa haglaskot með stálhöglum verið langmest notuð. Meginástæðan er að þau eru ódýrari heldur en blýskot. Fyrstu árin voru blýskot notuð en svo breyttist það með tímanum og síðustu 8-9 árin hafa stálskotin verið ráðandi enda sýna niðurstöður rannsókna Heilbrigðiseftirlitsins að sú sé raunin á okkar svæði. Afreksmenn okkar hafa verið að nota eitthvað af blýskotum, sérstaklega fyrir mót, því blýskot eru notuð á nánast öllum stórmótum erlendis en stálið notað meira til æfinga. Í starfsleyfi okkar er leyfilegt að nota blýskot en mælst er til þess að notast sé við stálskot eða önnur vistvænni skot en blý. Við vonumst til þess að við getum með þessum hætti komið til móts við gagnrýni á notkun blýskota. Spurning er aftur á móti hvort mengun á okkar svæði sé mikil samanborin við nágranna okkar í Sorpu en stærsta urðunarsvæði landsins er í nágrenninu.
|
Miðvikudagur, 13. janúar 2021 16:24 |
Við opnum Egilshöll á morgun, fimmtudaginn 14.janúar kl.19-21. Það verða töluverðar takmarkanir, grímuskylda, aðeins önnur hver braut verður notuð svo færri komast að en áður. Gestir verða að huga að einstaklingsbundnum sóttvörnum, sótthreinsa þarf alla snertifleti eftir notkun, 2ja metra reglan í fullu gildi osfrv. Nánari reglur ÍSÍ og STÍ eru aðgengilegar hérna.Â
|
Þriðjudagur, 12. janúar 2021 22:31 |
Við opnum skotsvæðið á Álfsnesi á laugardaginn. OPIÐ verður kl.12-16. Passað verður uppá fjöldatamarkanir, 2 metra reglan í fullu gildi og grímuskylda á svæðinu. Í riffilhúsinu verður önnur hver lúga notuð. Nánari reglur ÍSÍ og STÍ eru svo aðgengilegar hérna.
|
Miðvikudagur, 06. janúar 2021 13:49 |
Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur lézt á Vífilsstöðum þann 30. desember s.l. 93 ára að aldri. Sigurgeir var framkvæmdstjóri bandalagsins frá 1954 til 1996, eða í 42 ár en vann síðan áfram að ýmsum verkefnum á skrifstofu ÍBR. Jafnframt var hann fyrsti framkvæmdastjóri Laugardalshallar 1965-1969 og framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna 1969-1984.
Við söknum mikils meistara sem alltaf var léttur í sinni og botnlaus brunnur allskonar fróðleiks og sögulegra staðreynda.ÂÂ Fjölskyldu Sigurgeirs eru færðar innilegar samúðarkveðjur.
|
Miðvikudagur, 30. desember 2020 21:11 |
Starfið hjá félaginu var í lágmarki á árinu, eins og hjá mörgum íþróttafélögum í þessu covid ástandi.
Eftir sem áður þakkar stjórn félagsins samstarfið á árinu.
Stjórn félagsins óskar öllum velunnurum félagsins farsældar á komandi ári.
Gleðilegt nýtt ár !
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 43 af 293 |