Álfsnes LOKAÐ á laugardag en OPIÐ á sunnudag Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 16. júlí 2020 19:02

Vegna slæmrar veðurspár fyrir laugardaginn verður skotsvæði okkar á Álfsnesi LOKAÐ þann daginn en í staðinn verður opið á SUNNUDAGINN !!

AddThis Social Bookmark Button
 
Dagný með gullið í Keflavík í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. júlí 2020 19:40

2020 lmot sk skeet 11 12julidagny islm 2012   006Um helgina hélt Skotdeild Keflavíkur Landsmót í haglabyssugreininni SKEET. 20 keppendur mættu til leiks. Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands bæti eigið Íslandsmet og endaði með 103 stig í kvennaflokki. Í úrslitum hafði þó Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur betur og landaði gullinu. Helga varð önnur og María Rós Arnfinnsdóttir þriðja. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar var eini keppandinn í unglingaflokki, halut því gullið og endaði með 100 stig. Í karlaflokki sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands ne hann var með 117 stig fyrir úrslit en þar hafði hann betur gegn Pétri T. Gunnarssyni úr Skotfélagi Reykjavíkur sem var með 111 stig í undankeppninni. Í úrslitunum var Hákon með 52 stig en Pétur 51 stig. Bronsið hlaut Aðalsteinn Svavarsson úr Skotíþrottafélagi Suðurlands. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar með 281 stig, í öðru sæti Skotfélag Akraness með 274 stig og Skotdeld Keflavíkur hlaut bronsið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Dagný sigraði á Akureyri Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 28. júní 2020 19:53

2020 lmot sa 27 28 juniLandsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr SR, Guðrún Hjaltalín úr SKA varð önnur og Helga Jóhannsdóttir úr SFS þriðja. Í karlaflokki sigraði Jakob Þ. Leifsson úr SFS, Hákon Þ. Svavarsson úr SFS varð annar og Pétur T. Gunnarsson úr SR varð þriðji.  Daníel L. Heiðarsson hlaut gullið í unglingaflokki. Í liðakeppninni vann sveit SFS gullið og sveit SA silfrið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Carl Johan Eiríksson er látinn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 24. júní 2020 20:02

cjebikarCarl J. Eiríksson lést 12. júní sl.

Carl var fæddur 29. desember 1929.

Carl var ein besta riffilskytta landsins á sínum tíma og keppti lengst af fyrir Skotfélag Reykjavíkur og síðar Skotfélagið Baldur.

Hann keppti í 60skota liggjandi riffli cal.22 greininni lengst af. Einnig tók hann þátt í skammbyssugreinum ýmiskonar og í þríþraut í riffilgreininni, svo eitthvað sé nefnt.

Carl átti fjölmörg Íslandsmet í skotgreinum og vann til fjölda Íslandsmeistara titla.

Carl keppti fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í Barcelona árið 1992, í riffilgreininni 60skot liggjandi.

Eins tók hann þátt í fjölmörgum keppnum á erlendri grundu í gegnum tíðina.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón, Ingibjörg og Felix sigruðu um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 21. júní 2020 17:46

2020 comspo 2106 srall2020 comspo 2106 jr1232020 comspo 2106 ka1232020 comspo 2106 kv1232020 lmot comp 20 21 juni saLandsmót STÍ í haglabyssugreininni Compak Sporting fór fram á skotvöllum Skotfélags Akureyrar um helgina. Til leiks mættu 38 skyttur úr 8 félögum allstaðar að af landinu. Í karlaflokki sigraði Jón Valgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 181 stig, í öðru sæti varð Ellert Aðalsteinsson úr Skotfélagi Akraness með 179 stig og þriðji Þórir Guðnason úr Skotíþróttafélagi Hanfarfjarðar með 175 stig. Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg A. Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 159 stig, Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur varð önnur með 153 stig og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss á Blönduósi, með 149 stig. Í unglingaflokki vann Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 159 stig og silfrið hlaut Viðar Hilmarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 126 stig. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit Landsmótsins um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. júní 2020 20:18

2020 lmot sr 13 14 juni urslit2020 skeet14junika123-74112020 skeet14junikv123-74142020 skeet14juniun12-74062020 skeet14junilid123-74032020 skeet14juniptg1-7328Fyrsta Landsmót sumarsins í Ólympísku skotgreininni Skeet fór fram á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. 19 keppendur mættu til leiks. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 83 stig, Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð önnur með 80 stig og Guðrún Hjaltalín úr Skotfélagi Akraness þriðja með 56 stig. Í unglingaflokki sigraði Daníel L. Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 90 stig og Ágúst I. Davíðsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 80 stig. Í karlaflokki sigraði Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 116 stig, Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness varð annar með 114 stig eftir bráðabana, sem endað 3:2, við Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands sem einnig var með 114 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Suðurlands með 323 stig, Skotfélag Akureyrar varð í öðru sæti með 270 stig og Skotfélag Akraness með 269 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>

Síða 47 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing