Sigurður Unnar í 50.sæti á Heimsbikarmótinu á Kýpur Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 13. mars 2020 15:33

Ísland átti 4 keppendur á heimbikarmótinu á Kýpur sem var að ljúka. Alls mættu um 80 keppendur til leiks. Sigurður Unnar Hauksson úr SR varð í 50.sæti með 117 stig (24 23 23 25 22), Stefán Gísli Örlygsson úr SKA varð í 60.sæti með 113 stig (24 20 24 23 22) og Hákon Þór Svavarsson úr SFS í 66.sæti með 110 stig (22 20 21 24 23). Einnig tók Pétur Gunnarsson úr SR þátt sem s.k. MQS (lágmarsskor þar sem ná þarf 114 stigum) þar sem hver þjóð  má ekki senda nema 3 keppendur í aðalkeppnina. Hann náði 113 stigum (21 23 24 22 23)

AddThis Social Bookmark Button
 
Lokað á Álfsnesi og í Egilshöll næstu vikurnar Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 13. mars 2020 15:13

TILKYNNING FRÁ STJÓRN SKOTFÉLAGS REYKJAVÍKUR

Í ljósi nýrra aðgerða stjórnvalda til að stemma stigu við útbreiðslu COVID-19 veirunnar hefur stjórn félagsins ákveðið að loka svæðum þess í Álfsnesi og í Egilshöllinni fyrir almennar æfingar frá og með deginum í dag og þar til eftir páska. Fyrsti opnunardagur í Egilshöllinni verður því þriðjudagurinn 14. apríl og á Álfsnesi laugardaginn 18. apríl, nema annað verði ákveðið.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmeistarar krýndir á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 11. mars 2020 20:25

2020 loftrekmot8mars2020 rekmotloftrvkmeistarar2020 rekmotloft123kaap2020 rekmotloft123kaar2020 rekmotloft123kvap2020 rekmotloft123kvar2020 rekmotloftsalurReykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum fór fram um helgina í Egilshöllinni. Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 567 stig, Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð annar með 546 stig og í þriðja sæti Karl Kristinsson úr SR með 536 stig og jafnframt Reykjavíkurmeistari 2020. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 552 stig og í leiðinni Reykjavíkurmeitari 2020. Sigurveig Helga Jónsdóttir úr SFK varð önnur með 524 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð þriðja með 511 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 587,6 stig og því Reykjavíkurmeistari 2020 og Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR hlaut silfrið með 523,6 stig. Í kvennaflokki fékk Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með 593,3 stig og er jafnframt Reykjavíkurmeistari 2020.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmótið í loftbyssu á sunnudaginn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 06. mars 2020 20:07
2020 loftrekridlarReykjavíkurmótið í loftbyssugreinunum fer fram í Egilhöllinni á sunnudaginn og hefst kl 09:00. Keppnisæfing er kl.18-20 á laugardaginn.
Hægt verður að fylgjast með framvindu hérna:
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir í 38.sæti á EM Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 28. febrúar 2020 16:11

Ásgeir Sigurgeirsson keppti á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu í dag. Mótið er haldið í Wroclaw í Póllandi. Hann hafnaði í 38.sæti af 83 keppendum. Skorið hjá honum var 573 (94 98 93 97 97 94) en til að komast í átta manna úrslit þurfti 580 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir, Jórunn og Helgi sigruðu í loftbyssu Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. febrúar 2020 10:13

Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið í Kópavogi á laugardaginn. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr SR með 578 stig, annar varð Peter Martisovic úr SFK með 544 og í þriðja sæti hafnaði Karl Kristinsson úr SR einnig með 544 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 548 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 506 stig. í unglingaflokki sigraði Sigríður Láretta Guðmundsdóttir úr SA með 515 stig og Rakel Arnþórsdóttir úr SA varð önnur með 466 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SR með 1,635 stig, önnur varð sveit SFK með 1,560 og þriðja varð sveit SKA með 1,375 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 591,9 stig, Theodór Kjartansson úr SK varð annar með 554,5 stig og Þórir Krsitinsson úr SR varð þriðji með 544,3 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 582,8 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð önnur með 519,9 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>

Síða 47 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing