SR OPEN 5.-6.september á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 28. ágúst 2020 11:07

claudia 1Hið árlega SR OPEN (Reykjavik Open) í haglabyssugreininni SKEET verður haldið á Álfsnesi 5.-6.september n.k. Keppt er í opnum flokki, þ.e.karlar, konur og unglingar keppa í sama flokki. Seinni daginn er keppendum skipt í A og B flokk. Keppt verður í final í báðum flokkum. Vegleg verðlaun verða veitt og m.a. dreginn út einn heppinn keppandi sem hlýtur byssu að launum. Dregið verður úr nöfnum keppenda sem eru á staðnum við mótsslit á sunnudeginum. Skráning á mótið er eftir hefðbundnum leiðum hjá hverju félagi og sendist til Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. og Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. fyrir miðnætti á sunnudaginn.

Nýtt: Keppendum verður boðið uppá matarveislu að loknum síðasta hring á laugardeginum um 16:30-17:00 og verðum við með meistarakokk á staðnum sem matreiðir úrvalskjöt að hætti hússins. Passað verður uppá 2ja metra regluna og passað uppá að öllum reglum sé fylgt. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Dagný og Pétur Íslandsmeistarar í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 16. ágúst 2020 19:28

2020 islmeistdagny2020 islmkv123
2020 islmka123
2020 islmeistdagnypetur2020 islmpetur


Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar um helgina. Í kvennaflokki varð Dagný H. Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur Íslandsmeistari (90/36), önnur varð María R. Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar (78/31) og í þriðja sæti Snjólaug M. Jónsdóttir úr Markviss á Blönduósi (85/27).2020 islmeistkakvun

2020 islmot skeet sih 15 16 agustÍ unglingaflokki varð Daníel L. Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari (102) og Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar (59).

Í karlaflokki varð Íslandsmeistari Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur (112/51), annar varð Stefán G. Örlygsson úr Skotfélagi Akraness (110/51) og í þriðja sæti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands (121/42) en hann jafnaði Íslandsmetið í undankeppninni með 121 stig.

Í liðakeppni karla varð sveit Skotíþróttafélags Suðurlands Íslandsmeistari (334) en sveitina skipa Hákon Þ. Svavarsson, Jakob Þ. Leifsson og Aðalsteinn Svavarsson. Önnur varð sveit Skotfélags Reykjavíkur (323) með Pétur T. Gunnarsson, Sigurð U. Hauksson og Daníel H. Stefánsson innanborðs. Sveit Skotfélags Akureyrar (292) hlaut bronsið en þá sveit skipa Sigurður Á. Sigurðsson, G.Bragi Magnússon og Daníel L. Heiðarsson. 

AddThis Social Bookmark Button
 
MÓTUM AFLÝST Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 30. júlí 2020 12:24

Í ljósi hertra reglna Landlæknis vegna COVID-19 hefur STÍ ákveðið að aflýsa Íslandsmóti í 300 metra riffli sem halda átti hjá Skotdeild Keflavíkur 8.ágúst og eins Landsmóti í Skeet sem átti að vera á velli Skotíþróttafélags Suðurlands 8.-9.ágúst.

AddThis Social Bookmark Button
 
Félagsmenn okkar með 4 Íslandsmeistaratitla á Akureyri Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. júlí 2020 20:57

2020 islmot compak 25 26 juli2020islmotcomp islmeist2020islmotcomp 12ungl2020islmotcomp 123ka2020islmotcomp 123kv2020islmotcomp 123lidÍslandsmótið í h

aglabyssugreininni Compak Sporting fór fram um helgina á svæði Skotfélags Akureyrar. Mótið var mjög fjölmennt en 46 keppendur mættu til leiks.

Í kvennaflokki sigraði Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 162 stig, önnur varð Snjólaug María Jónsdóttir úr skotfélaginu Markviss frá Blönduósi með 148 stig og í þriðja sæti Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 143 stig.

Í unglingaflokki sigraði Felix Jónsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 172 stig og Viðar Hilmarsson úr Skotfélagi Akureyrar hlaut silfrið með 165 stig.

Í karlaflokki sigraði Gunnar Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 184 stig, Þórir Guðnason úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar varð annar með 183 stig og Jóhann Ævarsson úr Skotfélagi Akureyrar þriðji með 181 stig.

Í liðakeppninni sigraði A-lið Skotfélags Reykjavíkur (Gunnar Gunnarsson, Jón Valgeirsson og Felix Jónsson) með 533 stig, A-lið Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar (Þórir Guðnason, Ellert Aðalsteinsson og Ævar Sveinn Sveinsson) varð í öðru sæti með 525 stig og bronsið hlaut B-lið Skotfélags Akureyrar (Ragnar Már Helgason, Bragi Óskarsson og Ómar Örn Jónsson) með 518 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Pétur hlaut silfrið á Álfsnesi um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. júlí 2020 20:26

2020 lmot sr 25 26 jul2020 lmot26jul 1232020 lmot26jul rosaLandsmót STÍ í haglabyssugreininni Skeet fór fram á svæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi um helgina. Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness sigraði með 53 stig(110), Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 47 stig(108) og Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar varð þriðji með 41 stig(107). Í kvennaflokki hlaut Rósa Björg Hema úr Skotfélagi Akureyrar gullið með 67 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting Landsmótsins á Álfsnesi um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 23. júlí 2020 18:20

2020 lmot sr 25 26 juli ridlarHérna kemur riðlaskiptingin og keppendalistinn fyrir helgina á Landsmóti STÍ í Ólympísku keppnisgreininni í haglabyssu SKEET. Keppnisæfing er kl. 18 til 20 á föstudaginn. Keppni hefst svo kl. 10 bæði laugardag og sunnudag.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>

Síða 46 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing