Þriðjudagur, 12. janúar 2021 22:31 |
Við opnum skotsvæðið á Álfsnesi á laugardaginn. OPIÐ verður kl.12-16. Passað verður uppá fjöldatamarkanir, 2 metra reglan í fullu gildi og grímuskylda á svæðinu. Í riffilhúsinu verður önnur hver lúga notuð. Nánari reglur ÍSÍ og STÍ eru svo aðgengilegar hérna.
|
|
Miðvikudagur, 06. janúar 2021 13:49 |
Sigurgeir Guðmannsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Reykjavíkur lézt á Vífilsstöðum þann 30. desember s.l. 93 ára að aldri. Sigurgeir var framkvæmdstjóri bandalagsins frá 1954 til 1996, eða í 42 ár en vann síðan áfram að ýmsum verkefnum á skrifstofu ÍBR. Jafnframt var hann fyrsti framkvæmdastjóri Laugardalshallar 1965-1969 og framkvæmdastjóri Íslenskra getrauna 1969-1984.
Við söknum mikils meistara sem alltaf var léttur í sinni og botnlaus brunnur allskonar fróðleiks og sögulegra staðreynda.ÂÂ Fjölskyldu Sigurgeirs eru færðar innilegar samúðarkveðjur.
|
Miðvikudagur, 30. desember 2020 21:11 |
Starfið hjá félaginu var í lágmarki á árinu, eins og hjá mörgum íþróttafélögum í þessu covid ástandi.
Eftir sem áður þakkar stjórn félagsins samstarfið á árinu.
Stjórn félagsins óskar öllum velunnurum félagsins farsældar á komandi ári.
Gleðilegt nýtt ár !
|
Föstudagur, 11. desember 2020 14:10 |
Við erum nú komin í jólafrí. Lokað verður fyrir allar almennar æfingar í Egilshöll og á Álfsnesi til 12.janúar 2021. ÂÂ
|
Miðvikudagur, 11. nóvember 2020 08:45 |
Félagi okkar, Gunnar Sigurðsson, sem lést á Kanaríeyjum 2.október, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju föstudaginn 13.nóvember og hefst athöfnin kl.13:00. Útförinni verður athöfninni streymt hérna: https://youtu.be/ORhlFEXT2cw
|
Miðvikudagur, 04. nóvember 2020 13:27 |
Skotsvæðum félagsins á Álfsnesi og í Egilshöll verður lokað áfram um óákveðinn tíma meðan þetta COVID ástand gengur yfir. Breytingar á því verða auglýstar hérrna þegar að því kemur.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 41 42 43 44 45 46 47 48 49 50 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 41 af 291 |