|
Föstudagur, 30. ágúst 2019 07:41 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppti á heimsbikarmótinu í Ríó De Janeiro í Brasilíu í dag. Hann keppti í loftskammbyssu og endaði með 575 stig (9x) sem skilaði honum í 23.sæti af 87 keppendum. 580 stig þurfti til að komast í átta manna úrslit.
|
Föstudagur, 30. ágúst 2019 07:40 |
Heimsbikarmóti ISSF í Lahti í Finnlandi er nú lokið. Sigurður Unnar Hauksson endaði í 48.sæti með 116 stig (24 22 23 25 22), Hákon Þ.Svavarsson varð í 106.sæti með 106 stig (21 20 20 21 24) og Guðlaugur Bragi Magnússon í 116.sæti með 104 stig (22 21 20 21 20). Alls voru keppendur 129 talsins. Einnig skaut Stefán Gísli Örlygsson um s.k. MQS skor og endaði hann þar með 115 stig (24 24 21 23 23) og tryggði hann sér keppnisrétt á Evrópumeistaramótinu sem fram fer á Ítalíu í september. Helga Jóhannsdóttir hafnaði í 70.sæti í kvennaflokki með 82 stig (14 20 15 18 15) en keppendur voru 72.
|
Laugardagur, 17. ágúst 2019 17:39 |
Staðan eftir fyrri daginn er þannig að í karlaflokki er Ævar Sveinn Sveinsson efstur með 97 stig, annar er Stefán Gaukur Rafnsson og jafnir í 3.sæti með 90 stig eru Jóhann V.Ævarsson og Gunnar Þór Þórarnarson. Í kvennaflokki eru þær jafnar með 72 stig Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir og Þórey Inga Helgadóttir, en í þriðja sæti með 67 stig er Líf Katla Angelica. Veðrið setti smástrik í reikninginn en hægur Álfsnesandvari, um 20 m/sek+, var í dag en sólskin og hlýtt.
|
Fimmtudagur, 15. ágúst 2019 08:24 |
Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á Akureyri. Í karlaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur eftir bráðabana við Stefán Gísla Örlygsson úr Skotfélagi Akraness en báðir voru þeir með 52 stig í finalnum. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar. Í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari.
Í liðakeppninni varð lið Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari en sveitina skipuðu Sigurður Unnar Hauksson, Pétur Tyrfingur Gunnarsson og Þorgeir Már Þorgeirsson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar skipuð Guðlaugi Braga Magnússyni, Sigurði Áka Sigurðssyni og Daníel Loga Heiðarssyni. Í þriðja sæti varð svo sveit Skotíþróttafélags Suðurlands.
Í kvennaflokki sigraði Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu Skotíþróttasambands Íslands.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 58 af 293 |