Íslandsmet á Borgarnesi Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 09. nóvember 2019 17:14

jorunnhardarap40.jpgLandsmót STÍ í loftbyssugreinunum var haldið á Borgarnesi af Skotfélagi Akraness í dag. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur og jafnaði hún jafnframt Íslandsmet sitt, 560 stig. Önnur varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 508 stig og í 3ja sæti Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 485 stig.

Í unglingaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir á nýju Íslandsmeti unglinga í kvennaflokki 532 stig, önnur varð Sigríður Láretta Þorgilsdóttir með 502 stig og þriðja Rakel Arnþórsdóttir með 484 stig. Þær eru allar úr Skotfélagi Akureyrar. Árangur Sóleyjar og Sigríðar ásamt Þorbjargar er nýtt Íslandsmet í liðakeppni kvenna, 1,542 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 548 stig, annar varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 546 stig og þriðji varð Bjarki Sigfússon úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 528 stig. Í liðakeppninni voru tvö lið skráð til leiks og sigraði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,578 stig og sveit Skotfélags Akraness varð önnur með 1,422 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 586,2 stig og Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar varð annar með 470,6 stig. Í kvennaflokki fékk Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur gullið með 571,0 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Axel Sölvason er látinn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 29. október 2019 16:35

axel portraitaxel aalfundsr2010Axel Sölvason, heiðursfélagi og fyrrverandi formaður Skotfélags Reykjavíkur, lést 15. október sl.

Axel starfaði lengi vel fyrir skothreyfinguna að margvíslegum málefnum er varðar skotíþróttina. Axel var fyrsti formaður Skotsambandsins, við stofnun þess árið 1979. Hann fékk æðsta heiðursmerki Skotsambandsins fyrir störf sín í þágu skotíþróttarinnar. Einnig var hann sæmdur gullmerki Íþrótta-og Ólympíusambands Íslands.

Axel er eini íslendingurinn sem hafði A-réttindi í dómgæslu skotíþrótta og hafði m.a réttindi til að dæma á stærstu mótum á erlendri grund.

Axel keppti í skotíþróttum hér heima og erlendis á sínum yngri árum og starfaði í kjölfarið lengi vel við dómgæslu á hinum ýmsu skotmótum hér heima í fjölmörgum skotgreinum.

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur þakkar Axel Sölvasyni samstarfið á liðnum árum og sendir fjölskyldu hans samúðarkveðjur sínar.

Útförin fer fram miðvikudaginn 30. október nk. í Lindakirkju Kópavogi kl 11:00.

AddThis Social Bookmark Button
 
Þýska Bundesligan í fullum gangi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 20. október 2019 19:48

2019sgiludwigsburg20octÞýska deildin, Bundesligan, í loftbyssugreinunum er nú byrjuð af fullum krafti. Ásgeir Sigurgeirsson er eini Íslendingurinn sem keppir í deildinni. Hann keppir með SGi Ludwigsburg. Félögin eru skipuð 5 keppendum í hverri umferð og skjóta allir 40 skotum. Um þessa helgi sigraði lið hans báða leikina 5:0. Ásgeir náði ágætis skori í gær 387 og í dag 382 stig. Árangur hans í gær er sérstakur að því leiti að búnaður hans skilaði sér ekki úr fluginu og keppti hann því með lánsbúnaði.

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi sigraði í keflavík Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 14. október 2019 08:24

Fyrsta mót keppnistímabilsins í innigreinunum fór fram í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur í dag.

Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,3 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 558,2 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 516,7 stig.

Í flokki stúlkna í keppni með loftskammbyssu sigraði Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig sem er nýtt Íslandsmet stúlkna. Í öðru sæti varð Sigríður Láretta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 501 stig. Saman skipuðu þær sveit Skotfélags Akureyrar ásamt Þorbjörgu Ólafsdóttur, sem sigraði í kvennaflokki með 510 stig. Þar varð önnur Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 459 stig. Árangur sveitarinnar er einnig nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1527 stig.

Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 552 stig, annar varð Peter Martisovic úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 543 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit á Ladies International Grand Prix á Íslandi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 29. september 2019 20:01

2019 lgp 28sepÚrslit alþjóðamótsins í haglabyssugreininni Skeet sem haldið var á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina liggja nú fyrir. Keppnin er haldin árlega um alla Evrópu og er þetta í annað sinn sem hún fer fram á Íslandi. Eingöngu konur geta tekið þátt og er keppt í A og B flokki en þær sem hafa keppt fyrir hönd þjóðar sinnar í landsliði keppa í A-flokki en aðrar í B flokki.

AddThis Social Bookmark Button
 
Alþjóðlega Ladies International Grand Prix í Þorlákshöfn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. september 2019 11:00

lgpkaka2019lgphelga2019Alþjóðlega "Ladies International Grand Prix" mótið í haglabyssugreininni SKEET fer nú fram í Þorlákshöfn. Keppni í dag hefst kl.10:00 og eins á morgun laugardag. 15 keppendur eru mættir til leiks.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>

Síða 56 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing