|
Laugardagur, 17. ágúst 2019 17:39 |
Staðan eftir fyrri daginn er þannig að í karlaflokki er Ævar Sveinn Sveinsson efstur með 97 stig, annar er Stefán Gaukur Rafnsson og jafnir í 3.sæti með 90 stig eru Jóhann V.Ævarsson og Gunnar Þór Þórarnarson. Í kvennaflokki eru þær jafnar með 72 stig Ingibjörg Andrea Bergþórsdóttir og Þórey Inga Helgadóttir, en í þriðja sæti með 67 stig er Líf Katla Angelica. Veðrið setti smástrik í reikninginn en hægur Álfsnesandvari, um 20 m/sek+, var í dag en sólskin og hlýtt.
|
Fimmtudagur, 15. ágúst 2019 08:24 |
Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram um helgina á Akureyri. Í karlaflokki sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur eftir bráðabana við Stefán Gísla Örlygsson úr Skotfélagi Akraness en báðir voru þeir með 52 stig í finalnum. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar. Í unglingaflokki varð Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar Íslandsmeistari.
Í liðakeppninni varð lið Skotfélags Reykjavíkur Íslandsmeistari en sveitina skipuðu Sigurður Unnar Hauksson, Pétur Tyrfingur Gunnarsson og Þorgeir Már Þorgeirsson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags Akureyrar skipuð Guðlaugi Braga Magnússyni, Sigurði Áka Sigurðssyni og Daníel Loga Heiðarssyni. Í þriðja sæti varð svo sveit Skotíþróttafélags Suðurlands.
Í kvennaflokki sigraði Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss, önnur varð Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Nánari úrslit má finna á úrslitasíðu Skotíþróttasambands Íslands.
|
Þriðjudagur, 13. ágúst 2019 22:19 |
LOKAÐ verður á svæði félagsins á Álfsnesi á fimmtudaginn 15.ágúst
|
Þriðjudagur, 13. ágúst 2019 11:46 |
Íslandsmótið í Compak Sporting fer fram um helgina á svæði okkar í Álfsnesi. Skráðir keppendur eru 39 talsins. Keppnisæfing er kl. 14-21 á föstudag.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 56 af 291 |