Guðmundur Helgi sigraði í keflavík Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 14. október 2019 08:24

Fyrsta mót keppnistímabilsins í innigreinunum fór fram í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur í dag.

Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,3 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 558,2 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 516,7 stig.

Í flokki stúlkna í keppni með loftskammbyssu sigraði Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig sem er nýtt Íslandsmet stúlkna. Í öðru sæti varð Sigríður Láretta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 501 stig. Saman skipuðu þær sveit Skotfélags Akureyrar ásamt Þorbjörgu Ólafsdóttur, sem sigraði í kvennaflokki með 510 stig. Þar varð önnur Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 459 stig. Árangur sveitarinnar er einnig nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1527 stig.

Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 552 stig, annar varð Peter Martisovic úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 543 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit á Ladies International Grand Prix á Íslandi Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 29. september 2019 20:01

2019 lgp 28sepÚrslit alþjóðamótsins í haglabyssugreininni Skeet sem haldið var á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina liggja nú fyrir. Keppnin er haldin árlega um alla Evrópu og er þetta í annað sinn sem hún fer fram á Íslandi. Eingöngu konur geta tekið þátt og er keppt í A og B flokki en þær sem hafa keppt fyrir hönd þjóðar sinnar í landsliði keppa í A-flokki en aðrar í B flokki.

AddThis Social Bookmark Button
 
Alþjóðlega Ladies International Grand Prix í Þorlákshöfn Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 27. september 2019 11:00

lgpkaka2019lgphelga2019Alþjóðlega "Ladies International Grand Prix" mótið í haglabyssugreininni SKEET fer nú fram í Þorlákshöfn. Keppni í dag hefst kl.10:00 og eins á morgun laugardag. 15 keppendur eru mættir til leiks.

AddThis Social Bookmark Button
 
Evrópumeistaramót í skeet á Ítalíu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. september 2019 09:56

Við áttum 3 keppendur á Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinum sem var að ljúka á Ítalíu. Alls voru keppendur 74. Hákon Þór Svavarsson endaði í 57.sæti með 113 stig, Stefán Gísli Örlygsson í 65.sæti með 110 stig og Sigurður Unnar Hauksson í 69.sæti með 108 stig. Þeir höfnuðu síðan í 18.sæti í liðakeppninni með 331 stig enn 19 þjóðir sendu lið til keppni.  Evrópumeistari karla varð Jakub Tomecek frá Tékklandi og í kvennaflokki Danka Bartekova frá Slóvakíu.

AddThis Social Bookmark Button
 
Dagný bætti Íslandsmet og Pétur jafnaði Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. september 2019 20:21

2019 sropen lokaurslitgkg_6211sropenfinalbgkg_6294sropen2019finalaÁ Reykjavik Open í haglabyssugreininni Skeet, féll eitt Íslandsmet og annað var jafnað. Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur bætti fyrra met um eitt stig og endaði með 44 stig (88). Hún sigraði í B-keppninni, annar varð Vignir Jón Vignisson með 39 stig (84) og í þriðja sæti varð Þórey Inga Helgadóttir með 30 stig (91) en hún varð jafnframt Reykjavíkurmeistari 2019 með árangri sínum í undankeppninni. Þau keppa öll fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Pétur T. Gunnarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði Íslandsmetið í undakeppninni með því að ná 121 stigi af 125 mögulegum. Sá árangur tryggði honum Reykjavíkurmeistaratitil karla. Hann hafnaði að lokum í öðru sæti í final með 53 stig en Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar sigraði með 54 stig (115) og Örn Valdimarsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð þriðji með 42 stig (110).

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótinu í Bench Rest lokið Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. september 2019 20:15

2019 br islmot alls_page_12019 br islmot 100m_page_22019 br islmot 200m_page_3gkg_6148br1finnurmriffilgkg_6172br123gkg_6178br1finnurÍslandsmótinu í riffilgreininni Bench Rest lauk á svæði Skotfélags Reykjavíkur í dag. Íslandsmeistari varð Finnur Steingrímsson úr Skotfélagi Akureyrar en hann skaut öllum sínum 50 skotum í tíuna eða alls 500 stig og eins var hann með 17 innri tíur. 500 stigum hefur enginn náð á síðustu 30 árum. Í öðru sæti varð Gylfi Sigurðsson úr Skotfélagi Húsavíkur með 498 stig og 28 innri tíur. Í þriðja sæti hafnaði Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur með 498 stig og 23 innri tíur.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>

Síða 54 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing