Mánudagur, 14. október 2019 08:24 |
Fyrsta mót keppnistímabilsins í innigreinunum fór fram í aðstöðu Skotdeildar Keflavíkur í dag.
Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 587,3 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 558,2 stig og í þriðja sæti Leifur Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 516,7 stig.
Í flokki stúlkna í keppni með loftskammbyssu sigraði Sóley Þórðardóttir úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig sem er nýtt Íslandsmet stúlkna. Í öðru sæti varð Sigríður Láretta Þorgilsdóttir einnig úr SA með 501 stig. Saman skipuðu þær sveit Skotfélags Akureyrar ásamt Þorbjörgu Ólafsdóttur, sem sigraði í kvennaflokki með 510 stig. Þar varð önnur Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr Skotgrund Skotfélagi Snæfellsness með 459 stig. Árangur sveitarinnar er einnig nýtt Íslandsmet í kvennaflokki, 1527 stig.
Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 552 stig, annar varð Peter Martisovic úr Skotíþróttafélagi Kópavogs og í þriðja sæti Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 543 stig.
|
|
Sunnudagur, 29. september 2019 20:01 |
Úrslit alþjóðamótsins í haglabyssugreininni Skeet sem haldið var á skotvelli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina liggja nú fyrir. Keppnin er haldin árlega um alla Evrópu og er þetta í annað sinn sem hún fer fram á Íslandi. Eingöngu konur geta tekið þátt og er keppt í A og B flokki en þær sem hafa keppt fyrir hönd þjóðar sinnar í landsliði keppa í A-flokki en aðrar í B flokki.
|
Föstudagur, 27. september 2019 11:00 |
Alþjóðlega "Ladies International Grand Prix" mótið í haglabyssugreininni SKEET fer nú fram í Þorlákshöfn. Keppni í dag hefst kl.10:00 og eins á morgun laugardag. 15 keppendur eru mættir til leiks.
|
Sunnudagur, 15. september 2019 09:56 |
Við áttum 3 keppendur á Evrópumeistaramótinu í haglabyssugreinum sem var að ljúka á Ítalíu. Alls voru keppendur 74. Hákon Þór Svavarsson endaði í 57.sæti með 113 stig, Stefán Gísli Örlygsson í 65.sæti með 110 stig og Sigurður Unnar Hauksson í 69.sæti með 108 stig. Þeir höfnuðu síðan í 18.sæti í liðakeppninni með 331 stig enn 19 þjóðir sendu lið til keppni. Evrópumeistari karla varð Jakub Tomecek frá Tékklandi og í kvennaflokki Danka Bartekova frá Slóvakíu.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 51 52 53 54 55 56 57 58 59 60 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 54 af 291 |