|
Föstudagur, 12. desember 2014 07:50 |
Hérna er riðlaskipting loftbyssumótsins á Borgarnesi á laugardaginn. Keppt verður í 3 riðlum sem hefjast kl.10:00, 12:00 og 14:00
|
|
Föstudagur, 12. desember 2014 07:45 |
Riðlaskipting landsmótsins í 60 skotum liggjandi rifflinum er komin hérna. Þetta verða 3 riðlar sem hefjast kl.10:00, 11:45 og 13:30
 
|
Þriðjudagur, 09. desember 2014 09:16 |
Opið verður til æfinga fyrir keppendur á landsmótinu á sunnudaginn í 60 skotum liggjandi riffli eftir kl.21 á fimmtudaginn og svo keppnisæfing á laugardaginn, nánari tímasetning kemur seinna í vikunni.
|
Mánudagur, 08. desember 2014 08:05 |
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði á Landsmóti STÍ í Frjálsri skammbyssu sem haldið var í Kópavogi á laugardaginn. Hann skoraði 552 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 472 stig og Jórunn Harðardóttir úr SR varð þriðja með 465 stig.
|
Sunnudagur, 23. nóvember 2014 19:55 |
Á landsmóti STÍ í 60 skotum liggjandi riffli, sem haldið var í Kópavogi í dag, sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur í kvennaflokki á nýju Íslandsmeti, 616,8 stig. Í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 600,4 stig. Í karlaflokki sigraði Arnfinnur Jónsson úr SFK með 613,5 stig, Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð annar með 609,4 stig og í þriðja sæti Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 608,5 stig. Í liðakeppninni sigraði SFK með 1830,2 stig, sveit SÍ varð önnur með 1785,5 stig og í þriðja sæti sveit SK með 1726,3 stig.
|
Föstudagur, 14. nóvember 2014 22:20 |
Opnað var formlega fyrir rafræna skráningu þann 3. október fyrir sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikana 2015. Þegar eru á þriðja hundrað sjálfboðaliðar búnir að skrá sig. Skráningin fer fram rafrænt og eru allar upplýsingar á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 http://www.iceland2015.is/ Skráningin fer fram í tveimur skrefum. Í fyrstu eru skráðar grunnupplýsingar, þær vistaðar og berst til baka tölvupóstur á skráð netfang með vefslóð fyrir síðari hluta skráningar. Í seinna skrefinu er farið inná vefslóðina þar sem grunnupplýsingarnar koma fram og haldið áfram með ítarlegri skráningu. Í þessu skrefi geta þeir sjálfboðaliðar sem ætla eingöngu að vinna fyrir ykkar keppnisgrein skráð það í síðustu spurninguna þar sem spurt er „Annað sem þú vilt að komi fram og skiptir máli“. Þar er t.d. hægt að skrá „Vinn við keppni í skotíþróttum“. Athugið að mikilvægt er að þið sérstaklega hvetjið ykkar lykilstarfsmenn að skrá sig tímanlega. Eftir að seinna skrefinu er lokið er alltaf möguleiki að fara aftur inná skráninguna sína og gera breytingar ef þess er þörf.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 132 af 293 |
|
|
|
|