Úrslit á landsmótinu í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 08. nóvember 2014 20:59

2014 8nov g14_33232014 8nov g14_33692014 8nov g14_3406

2014 8nov urslit loft

2014 8nov g14_34182014 8nov g14_34632014 8nov g14_34642014 8nov g14_34782014 8nov g14_34832014 8nov loftg14_3321

 

 

 

 

Á landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR í loftskammbyssu kvenna með 372 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 361 stig og Guðrún Hafberg úr SFK varð í 3ja sæti með 326 stig. Í loftskammbyssu unglinga sigraði Margrét Skowronski úr SR með 273 sti og í öðru sæti varð Dagný R.Sævarsdóttir úr SFK með 265 stig. Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 577,2 stig, í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr SK með 537,8 stig og í 3ja sæti varð Þorsteinn B. Bjarnarson úr SR með 486,1 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Thomas Viderö úr SFK með 550 stig+9 Xtíur, annar varð Karl kristinsson úr SR einnig með 550 stig en einni tíu færri eða 8 Xtíur. Í þriðja sæti varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 541 stig+10 Xtíur en fjórði var Guðmundur Helgi Christensen úr SR með sama skor en 7 Xtíur. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 405,5 stig og Jórunn Harðardóttir úr SR varð önnur með 396,1 stig. Í liðakeppni karla sigraði A-sveit SFK með 1,629 stig, önnur varð A-sveit SR með 1,569 stig en hana skipuðu Karl Kristinsson, Engilbert Runólfsson og Guðmundur Helgi Christensen og í 3ja sæti B-sveit SFK með 1,510 stig. Þess má geta að skor Írisar og Jórunnar í loftriffli er yfir gildandi Ólympíulágmarki s.k.MQS) og eins árangur Jórunnar í loftskammbyssu. Keppt var í fyrsta skipti með nýjum keppnisbúnaði frá svissneska fyrirtækinu SIUS, sem Skotfélag Reykjavíkur var að setja í gang og tókst framkvæmdin ágætlega. Slatti af myndum eru einnig hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Egilshöll á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 06. nóvember 2014 08:59

Á laugardaginn verður haldið landsmót STÍ í loftskammbyssu og loftriffli í Egilshöllinni. Keppt verður í fyrsta skipti með nýjum brautarbúnaði frá svissneska fyrirtækinu SIUS. Riðlaskiptingin er komin hérna. Keppendur mæti 30 mín fyrir upphaf síns riðils og æfingaskot hefjast 15 mín fyrir upphaf keppni, riðill 1 kl.09:45 og riðill 2 kl.11:45 KEPPNISÆFING er á föstudag kl.19-20:30

Eins verður landsmót í staðlaðri skammbyssu á sunnudaginn í Digranesi og er riðlaskiptingin hérna.Ennfremur eru upplýsingar um mótið á www.skotkop.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Uppsetning í Egilshöll gengur ágætlega Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 04. nóvember 2014 23:27

2014 sius 012014 sius 22014 sius 32014 sius 4Uppsetning á nýja SIUS tækjabúnaðinum gengur vel í Egilshöllinni. Ófáir tímar hafa nú farið í ýmsar framkvæmdir í kringum uppsetninguna. Allt málað og teppalagt. Myndir frá framkvæmdunum eru á Flickr síðunni

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ í EGILSHÖLL, Opnum aftur 3.nóv í púðursal Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 29. október 2014 15:19

Lokað verður í Egilshöllinni þessa vikuna, vegna framkvæmda við nýjan búnað. Opnum aftur á mánudag í púðursal en loftbyssusalurinn er ennþá lokaður og verður framyfir næstu helgi.

AddThis Social Bookmark Button
 
Fyrsta loftbyssumótið um helgina Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 20. október 2014 11:42

irisriffFyrsta landsmót Skotsambands Íslands í loftgreinum þetta keppnistímabil var haldið í Íþróttahúsinu Digranesi sunnudaginn 19. október. Mikil og góð þátttaka var í mótinu og var ánægjulegt að sjá nokkra nýja keppendur í mótinu en þessir nýju keppendur voru allir í kvennaflokki og stúlknaflokki.
Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, með 582,4 stiga skori. Theódór Kjartansson, Skotdeild Keflavíkur varð annar með 541,2 sig og Þorsteinn Bjarnarson, Skotfélagi Reykjavíkur, varð þriði með 464,3 stig.
Í kvennaflokki loftriffilsins voru tveir keppendur, báðir úr Skotfélagi Reykjavík. Þar hafði Íris Eva Einarsdóttir betur en formaður sinn, Jórunn Harðardóttir, Íris Eva skoraði 407,3 stig en Jórunn 384.3 stig.
Í loftskammbyssu karla var það íslandsmethafinn Ásgeir Sigurgeirsson, Skotfélagi Reykjavíkur, sem sigraði með 577 stigum, 12 stigum frá íslandsmeti sínu, nýstiginn upp úr flensu. Thomas Viderö, Skotfélagi Kópavogs, varð annar með 562 stig og Stefán Sigurðsson, einnig úr Skotfélagi Kópavogs vað þriðji með 547 stig.
Skotfélag Kópavogs sigraði í liðakeppninni með 1637 stig en sveitina skipuðu þeir Thomas og Stefán auk Ólafs Egilssonar.
Í loftskammbyssu kvenna sigraði formaður Skotfélags Reykjavíkur, Jórunn Harðardóttir með 366 stig. Bára Einarsdóttir, Skotfélagi Kópavogs, varð önnur með 361 stig og Andrea Ösp Karlsdóttir, einnig úr Skotfélagi Kópavogs, varð þriðja með 335 stig.
Í liðakeppni kvenna sigraði sveit Skotfélags Kópavogs með 1002 stig. Sveitina skipuðu þær Bára, Andrea Ösp og Guðrún Hafberg.
Í unglingaflokki stúlkna sigraði Margrét Þ. Skowronski, Skotfélagi Reykjavíkur, með 234 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Skráning sjálfboðaliða á GSSE2015 Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 20. október 2014 10:53
Opnað var formlega fyrir rafræna skráningu þann 3. október fyrir sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikana 2015. Þegar eru á annað hundrað sjálfboðaliðar búnir að skrá sig.
Skráningin fer fram rafrænt og eru allar upplýsingar á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 http://www.iceland2015.is/
Skráningin fer fram í tveimur skrefum. Í fyrstu eru skráðar grunnupplýsingar, þær vistaðar og berst til baka tölvupóstur á skráð netfang með vefslóð fyrir síðari hluta skráningar. Í seinna skrefinu er farið inná vefslóðina þar sem grunnupplýsingarnar koma fram og haldið áfram með ítarlegri skráningu. Í þessu skrefi geta þeir sjálfboðaliðar sem ætla eingöngu að vinna fyrir ykkar keppnisgrein skráð það í síðustu spurninguna þar sem spurt er „Annað sem þú vilt að komi fram og skiptir máli“. Þar er t.d. hægt að skrá „Vinn við keppni í skotíþróttum“. Athugið að mikilvægt er að þið sérstaklega hvetjið ykkar lykilstarfsmenn að skrá sig tímanlega.
Eftir að seinna skrefinu er lokið er alltaf möguleiki að fara aftur inná skráninguna sína og gera breytingar ef þess er þörf.

gsse2015Opnað var formlega fyrir rafræna skráningu þann 3. október fyrir sjálfboðaliða á Smáþjóðaleikana 2015. Þegar eru á annað hundrað sjálfboðaliðar búnir að skrá sig.
Skráningin fer fram rafrænt og eru allar upplýsingar á heimasíðu Smáþjóðaleikanna 2015 http://www.iceland2015.is/
Skráningin fer fram í tveimur skrefum. Í fyrstu eru skráðar grunnupplýsingar, þær vistaðar og berst til baka tölvupóstur á skráð netfang með vefslóð fyrir síðari hluta skráningar. Í seinna skrefinu er farið inná vefslóðina þar sem grunnupplýsingarnar koma fram og haldið áfram með ítarlegri skráningu. Í þessu skrefi geta þeir sjálfboðaliðar sem ætla eingöngu að vinna fyrir ykkar keppnisgrein skráð það í síðustu spurninguna þar sem spurt er „Annað sem þú vilt að komi fram og skiptir máli“. Þar er t.d. hægt að skrá „Vinn við keppni í skotíþróttum“. Athugið að mikilvægt er að þið sérstaklega hvetjið ykkar lykilstarfsmenn að skrá sig tímanlega.
Eftir að seinna skrefinu er lokið er alltaf möguleiki að fara aftur inná skráninguna sína og gera breytingar ef þess er þörf.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>

Síða 133 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing