Bergur vann í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 15. júní 2014 14:07

2014 br skor mot 15juniÁ Vormóti SR í Benchrest í dag sigraði Bergur Arthúrsson SR með 242/5x, Valdimar Long SR varð annar með 242/4x og Kjartan Friðriksson SR þriðji með 238/4x. Jóhannes Kristjánsson SR var mótsstjóri og sá um dómgæslu. Það gekk á með skúrum, nv og sv 8 - 15 metrum á mótsstað. Skotið var Score á 200 metrum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Kvennasveitin jafnaði Íslandsmetið í Skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 14. júní 2014 20:02

2014 skeet konur 17mai dagnyÞá er fyrri degi lokið á Landsmóti STÍ á Blönduósi. Kvennalið SR, þær Lísa, Dagný og Eva jöfnuðu Íslandsmetið í liðakeppni sem að þær settu í Þorlákshöfn í lok maí. Lísa Óskarsdóttir, SR sigraði í 0 flokk á 35 dúfum, Snjólaug M Jónsdóttir, MAV sigraði í 3 flokk á 47 dúfum og jafnaði sitt eigið Íslandsmet frá því á Norðurlandsmótinu í ágúst í fyrra. Úrslit í kvennaflokk urðu síðan eftirfarandi, 1. Snjólaug M Jónsdóttir, MAV 47 dúfur, 2. Lísa Óskarsdóttir, SR 35 dúfur, 3. Helga Jóhannsdóttir, SÍH 33 dúfur. Efstu menn í karlaflokki eftir fyrri dag eru Grétar Mar Axelsson SA á 67 dúfum, Hákon Þór Svavarsson SFS á 67 dúfum, Guðlaugur Bragi Magnússon SA á 66 dúfum, Hörður Sigurðsson SÍH á 61 dúfu, Sigurður Jón Sigurðsson á 61 dúfu og Stefán Örlygsson SKA á 60 dúfum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir lauk keppni í morgun Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 11. júní 2014 11:23

Ásgeir lauk keppni í loftskammbyssu á heimsbikarmótinu í München í 37.sæti af 117. Skorið var 574 stig og 24x-tíur (96-95-95-95-98-95). Ellert Aðalsteinsson hóf keppni í skeet í morgun og var með 23 í fyrsta hring og 17 í seinni

AddThis Social Bookmark Button
 
Leirdúfulosun á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 11. júní 2014 08:51

Við erum að fá leirdúfur uppá svæði á eftir. Verða komnar um hádegisbilið. Nú þurfum við að losa palletturnar hratt og þurfum því sem flestar hendur til aðstoðar í dag. Mætum öll og klárum þetta á mettíma. Svæðið opnar kl.16:00

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir endaði í 23.sæti í morgun í München Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 09. júní 2014 20:42

asgsig loft m steyrellada p1Ásgeir endaði í 23.sæti í Frjálsri skammbyssu í morgun með 554 stig (94-93-92-91-92-92). Hann keppir svo í loftskammbyssu á miðvikudaginn. Ellert Aðalsteinsson byrjar þá keppni í haglabyssu SKEET og lýkur henni á fimmtudeginum.

AddThis Social Bookmark Button
 
Vormót í Benchrest sunnudaginn 15. júní.... Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 08. júní 2014 20:53

br islm2013 soffiabergsVormót SR verður haldið í Benchrest HV í Score á 200 metrum, sunnudaginn 15. júni. Mæting er kl 10:00. Keppnisgjald er kr 1500. Skráningu líkur föstudaginn 13. júní. Skráning á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. - Mótið er opið fyrir alla landsmenn.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>

Síða 140 af 293

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing