Laugardagur, 05. júlí 2014 10:50 |
LOKAÐ er á Álfsnesi í dag en opið kl.12-16 á morgun sunnudag. Vindhraðinn er núna 14-30 m/sek
|
|
Fimmtudagur, 26. júní 2014 14:59 |
Nú hafa okkar menn lokið keppni í Ungverjalandi og endaði Ellert á 109 stigum (23-19-23-21-23) sem gaf honum 61.sæti af 73. Sigurður Unnar skaut 105 (23-20-18-21-23) endaði hann í 31.sæti af 43 í unglingaflokki. Fínn árangur hjá þeim báðum og sérstaklega hjá Sigurði sem keppti þarna á sínu fyrsta alþjóðlega stórmóti.
|
Þriðjudagur, 24. júní 2014 09:28 |
Þessa dagana stendur yfir Evrópumeistaramót í haglabyssu í Ungverjalandi. Við eigum þar tvo keppendur, Ellert Aðalsteinsson sem keppir í fullorðinsflokki í skeet og Sigurð Unnar hauksson sem keppi í unglingaflokki í skeet. þeir ljúka keppni á fimmtudaginn. hægt er að fylgjast með á heimasíðu Evrópusambandsins.
|
Mánudagur, 16. júní 2014 09:20 |
Það verður opið á Álfsnesi kl. 12 til 18 á þjóðhátíðardaginn 17.júní
|
Sunnudagur, 15. júní 2014 19:32 |
Á landsmótinu á Blönduósi í skeet, áttum við aðeins einn keppanda í karlaflokki, Kjartan Örn Kjartansson, sem stóð sig með prýði og hafnaði í 6.sæti með 101 stig. Sigurvegari varð Grétar M.Axelsson úr SA með 113 stig, annar varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS með 112 stig og Sigurður J. Sigurðsson úr SÍH með 105 stig. Sveit SA jafnaði Íslandsmet SR í liðakeppninni með 315 stig.
|
Sunnudagur, 15. júní 2014 19:20 |
Ásgeir Sigurgeirsson tekur þátt í heimsbikarmótinu í Maribor í Slóveníu þessa dagana. Hann keppti í dag í undankeppninni í frjálsri skammbyssu í dag en lenti í vandræðum og komst ekki áfram í lokakeppnina. Skorið var 535 stig (86-89-89-91-92-89) Hann keppir svo í loftskammbyssu á fimmtudaginn.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 139 af 293 |