Sunnudagur, 19. október 2014 15:10 |
Keppnistímabil Skotsambands Íslands hófst í dag, laugardaginn 18. október í Íþróttahúsinu Digranesi þar sem Skotfélag Kópavogs hélt landsmót í 50m liggjandi riffli. Arnfinnur Auðunn Jónsson, Skotfélagi Kópavogs sigraði í karlaflokki og setti hann jafnframt nýtt Íslandsmet í greininni, 619,6 stig og bætti hann gamla met Jóns þórs Sigurðssonar um 1,3 stig. Guðmundur Helgi Christensen, Skotfélagi Reykjavíkur, varð annar með 606.9 stig og Valur Richter, Skotíþróttafélagi Ísafjarðar,hreppti þriðjasætið með 603,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Bára Einarsdóttir, Skotfélagi Kópavogs, með 609 sti og Jórunn Harðardótti, Skotfélagi Reykjavíkur, varð önnur með 607,8 stig.Í liðakeppni karla sigraði Skotfélag Kópavogs með 1815,9 stigum en sveitina skipuðu Arnfinnur Jónsson, Stefán Eggert Jónsson og Karl Einarsson. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar, skipuð Vali Richter, Ívari Má Valssyni og Leifi Bremnes. Sveit Skotdeildar Keflavíkur varð í þriðja sæti en þá sveit skipuðu Theodór Kjartansson, Bjarni Sigurðsson og Alfreð Fannar Björnsson.
|
|
Þriðjudagur, 14. október 2014 20:55 |
Innanríkisráðuneytið hefur birt tillögur sínar að breytingum á gildandi vopnalögum. Vopnalagafrumvarpið sem verið hafði fyrir þinginu fyrir nokkrum árum hefur verið lagt til hliðar og vinna lögð í að breyta gildandi lögum. Hægt er að kynna sér frumvarpið hérna.
|
Laugardagur, 20. september 2014 13:32 |
Sigurður U. Hauksson úr Skotfélagi Reykjavíkur lauk í dag keppni á Heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni. Hann skaut þar frábærlega og náði sínum besta árangri frá upphafi, 116 stig (23-24-24-23-22) Hann bætti eigið Íslandsmet í Unglingaflokki sem hann setti í fyrra um 3 stig. Hann endaði í 12.-17.sæti af 64 keppendum í unglingaflokki. Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands er einnig búinn að skjóta og endaði á flottu skori, 117/125 stig og endaði í 37. til 51. sæti af 129 keppendum, frábær árangur. Þá eru bæði Sigurður og Hákon búnir að skjóta s.k. MQS en það er lágmarksskor til að koma til greina til þáttöku á Ólympíuleikum. Ekki kannski miklir möguleikar en þó fyrsta skref til þess. Þetta endar þá þannig að allir íslensku keppendurnir á HM náðu MQS skori. Â Ásgeir Sigurgeirsson (loft-og frjáls skammbyssa) og Íris Eva Einarsdóttir (loftriffill) voru áður búin að því, en þau koma bæði úr Skotfélagi Reykjavíkur.
|
Föstudagur, 19. september 2014 09:26 |
Sigurður Unnar Hauksson var að ljúka keppni í haglabyssu-skeet á Heimsmeistaramótinu í Granada á Spáni á nýju Íslandsmeti Unglinga 116/125 stig (23-24-24-23-22). Hann átti fyrra metið sjálfur frá því í fyrra, 113 stig. Glæsilegur árangur sem skilaði honum í 12.-17.sæti af 64 keppendum.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 134 af 293 |