Laugardagur, 12. júlí 2014 21:38 |
Á Akranes Open mótinu í skeet, sem haldið var á velli Skotfélags Akraness um helgina sigraði Sigurður Unnar Hauksson úr SR með 110 stig, Stefán G. Örlygsson úr SKA varð annar með 108 stig og Örn Valdimarsson úr SR þriðji með 107 stig. Í B-úrslitum sigraði Kjartan Ö. Kjartansson með 95 stig, Karl F. Karlsson varð annar með 91 stig og Gunnar Sigurðsson varð þriðji með 87 stig en þeir koma allir frá SR. Í kvennaflokki sigraði Dagný H. Hinriksdóttir með 55 stig og Eva Ósk Skaftadóttir varð önnur með 54 stig en báðar koma þær úr SR.
|
|
Föstudagur, 11. júlí 2014 11:25 |
Á morgun laugardag verður riffilmót á Álfsnesi kl.10-12 en riffilvöllurinn opnar svo aftur kl.12. Skeet vellirnir eru opnir að venju kl.10-18
|
Þriðjudagur, 08. júlí 2014 10:14 |
STÍ var að birta skorlistann í skeet og er hann aðgengilegur hérna.
|
Mánudagur, 07. júlí 2014 17:33 |
Ásgeir Sigurgeirsson lauk keppni á heimsbikarmótinu í Kína í morgun. Hann hafnaði í 20.sæti með 547 stig (87 88 96 95 90 91)
|
Sunnudagur, 06. júlí 2014 19:18 |
Sigurður Unnar Hauksson (100+13+12) úr SR sigraði á SÍH-Open í skeet um helgina. Annar varð Sigurþór Jóhannesson (102+12+11) úr SÍH og Kjartan Örn Kjartansson (97+11+14) úr SR varð þriðji. Í fjórða sæti varð Guðmundur Pálsson (107+12+13) úr SR. Nánari úrslit eru á www.sih.is
|
Laugardagur, 05. júlí 2014 17:35 |
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 131 132 133 134 135 136 137 138 139 140 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 138 af 293 |