Laugardagur, 02. október 2021 19:48 |
50. Þing ÍBR fór fram í dag.
62 fulltrúar mættu frá 26 aðildar félögum í Reykjavík á 50. Þing ÍBR.
Fjölmargar tillögur voru lagðar fyrir á þinginu og mikil umræða skapaðist meðal annars um siðamál og rafíþróttir.
Þingið samþykkti að rafíþróttir verði teknar undir hatt ÍBR og starfi innan vébanda þess, líkt og aðrar greinar innan bandalagsins. ÍBR verði falið að móta stefnu um hvernig þetta geti orðið og hvernig þetta verði fjármagnað
Kosið var í stjórn ÍBR, þar sem Ingvar Sverrisson gegnir áfram hlutverki formanns ÍBR
Í stjórn sitja:
- Gígja Gunnarsdóttir
- Lilja Sigurðardóttir
- Viggó Viggósson
- Guðrún Ósk Jakobsdóttir
- Margrét Valdimarsdóttir
- Björn M. Björgvinsson
Varamenn:
- Haukur Þór Haraldsson
- Brynjar Jóhannesson
Ingvar Sverrisson formaður ÍBR talaði um siðamál og rekstrarmál íþróttafélaga í ræðu sinni.
"Við sem íþróttahreyfing þurfum að standa saman og vinna saman að því að laga hjá okkur ferla og uppræta allt ofbeldi, við fordæmum allt ofbeldi! Við þöggum ekki niður raddir þolenda og erum tilbúin til þess að gera betur."
ÍBR og ÍTR afhentu Reykvískum Ólympíuförum viðurkenningu fyrir þátttöku sína á Ólympíuleikunum 2021. Íþrótamennirnir fjórir fengu 750.000 krónur í sinn hlut.
Nánar á ÍBR síðunni.ÂÂ https://www.ibr.is/frettir/50.thing
|
|
Mánudagur, 27. september 2021 15:25 |
Félaginu barst í dag tölvupóstur frá Heilbrigðiseftirliti Reykljavíkurborgar þar sem félaginu er gert að STÖÐVA STARFSEMI FÉLAGSINS Á ÁLFSNESI ÞEGAR Í STAÐ !!
Ástæðan er úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála um að ógilda ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar um útgáfu starfsleyfis fyrir starfsemi félagsins á Álfsnesi.
Skotæfingasvæði er því ekki lengur til staðar í höfuðborginni og skotíþróttafólki beint í önnur sveitarfélög !!
Bréf Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkurborgar er hérna
Bréf Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er hérna
|
Sunnudagur, 05. september 2021 15:13 |
SR Open í haglabyssugreininni Skeet fór fram á velli félagsins í Álfsnesi um helgina. Pétur T. Gunnarsson og Dagný H. Hinriksdóttir hlutu titilinn Reykjavíkurmeistari 2021. Í A-flokki sigraði Pétur T Gunnar sson SR með 113/52, Hákon Þ. Svavarsson +úr SFS varð annar með 111/51 og Stefán G. Örlygsson úr SKA varð þriðji með 108/40. Í B-flokki sigraði María Rós Arnfinnsdóttir úr SÍH með 88/38, Elías M. Kristjánsson úr SKA varð annar með 82/35 og Arnór U. Þráinsson úr SÍH þriðji með 76/28. Nánari úrslit eru hérna.Nokkrar myndir hérna.
|
Sunnudagur, 05. september 2021 13:09 |
Jóhannes Frank Jóhannesson úr Skotdeild Keflavíkur varð í dag Íslandsmeistari í Bench Rest á Álfsnesi, Ingvar Í. Kristinsson úr SKAUST varð annar og Jón B. Kristjánsson úr Skotfélaginu Markviss varð þriðji. Nánar á úrslitasíðu STÍ, á www.sti.is Nokkrar myndir hérna.
|
Laugardagur, 04. september 2021 13:52 |
Staðan á Álfsnesi er komin hérna. Í Bench Rest eftir 100 metra færið en á morgun er keppt á 200 metra færi. Hérna er staðan
Á SR Open er staðan þannig eftir 3 hringi. Þar er skipt uppí A og B Flokk þannig að 10 efstu eru í A og hinir í B. Staðan er hérna.
Svo eru nokkrar myndir frá deginum hérna.
|
Miðvikudagur, 01. september 2021 15:36 |
SR Open í haglabyssugreininni SKEET verður haldið á Álfsnesi um helgina.
Riðlaskiptingin er hérna
ATHUGIÐ AÐ KEPPNISÆFINGAR ERU KL. 12-19
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 29 af 291 |