Sunnudagur, 08. maí 2022 09:42 |
Íslandsmeistaramótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 564 stig, Jón Þór Sigurðsson úr SFK varð annar með 550 stig og Bjarki Sigfússon úr SFK þriðji með 533 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 541 stig og þriðja varð Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 530 stig. Óðinn Magnússon úr SKY varð Íslandsmeistari drengja með 473 stig. Íslandsmeistari stúlkna varð Sóley Þórðardóttir úr SKAUST með 511 stig en Viktoría E. Bjarnarson úr SR varð önnur með 409 stig. Einnig var keppt um Íslandsmeistaratitla í flokkum. Nánar á úrslitasíðu www.sti.is og myndir hér.
|
|
Fimmtudagur, 05. maí 2022 10:17 |
Hérna er riðlaskipting Íslandsmótanna um helgina komin. Á laugardaginn er það loftskammbyssan og á sunnudaginn loftriffill.
Einsog áður verður hægt að fylgjast með í beinni hérna.
|
Mánudagur, 02. maí 2022 16:13 |
Borgarstjóra afhentur undirskriftarlisti þar sem skorað er á borgryfirvöld að opna skotsvæðin á Álfsnesi nú þegar. 2,703 skráðu sig á listann með rafrænum skilríkjum. Dagný Huld Hinriksdóttir stóð fyrir söfnuninni ásamt eiginmanni sínum, Guðna Þorra Helgasyni. ÂÂ Við listanum tóku þau Líf Magneudóttir, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Dagur B. Eggertsson. Einnig voru mættir tveir fulltrúar skotfélaganna þeir Guðmundur Kr. Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur og Þórir Ingi Friðriksson úr Skotveiðifélagi Reykjavíkur og nágrennis. Listarnir voru afhentir við Skothúsveg þar sem félagið hóf starfsemi sína og var formlega stofnað þann 2.júní 1867Â !
|
Sunnudagur, 24. apríl 2022 13:05 |
Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð í dag Íslandsmeistari í riffilgreininni 50 metra Þrístaða, en hún er ein af þeim skotgreinum sem eru keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Hann endaði með 525 stig. Í öðru sæti varð Þórir Kristinsson úr SR með 513 stig og Valur Richter úr SÍ þriðji með 510 stig. Jórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 530 stig og Guðrún Hafberg hlaut silfrið með 407 stig. Viktoría Erla Bjarnarson hlaut Íslandsmeistaratitilinn í stúlknaflokki með 434 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði með 1,501 stig og sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1,414 stig. Mótið fór fram í Egilshöllinni. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.
|
Sunnudagur, 24. apríl 2022 09:41 |
Íslandsmeistaramót STÍ í skotfimi með riffli á 50 metrum liggjandi fór fram í Kópavogi í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði í karlaflokki á nýju glæsilegu Íslandsmeti, 627,5 stig. Valur Richter úr SÍ varð annar með 609,7 stig og Ívar Már Valsson úr SÍ þriðji með 607.8 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 609,3 stig, Margrét Alfreðsdóttir úr SÍ varð önnur með 565,7 stig. Óðinn Magnússon úr SKS varð Íslandsmeistari drengja með 547,2 stig, sem jafnframt er Íslandsmet. Í stúlknaflokki varð Viktoría Erla Bjarnarson úr SRÂ Íslandsmeistari með 574,7 stig, Hera Christensen úr SR varð önnur með 565,7 stig og Karen Rós Valsdóttir hlaut bronsið með 550,7 stig.Â
|
Miðvikudagur, 20. apríl 2022 17:17 |
Íslandsmótið í 50m Þrístöðu með riffli fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Keppni hefst kl.9 og verður hægt að fylgjast með skorinu hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 21 22 23 24 25 26 27 28 29 30 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 21 af 291 |