Miðvikudagur, 30. janúar 2013 10:54 |
Hér má sjá helstu viðburði á svæðum félagsins á árinu 2013.
|
|
Laugardagur, 26. janúar 2013 18:35 |
Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur keppti á föstudag og laugardag á IWK í Munchen. Þetta er talið sterkasta mót sem er haldið utan mótaraða ISSF (Alþjóða Skotíþróttasambandsins) og ESC. Ásgeir tók þátt í tveimur mótum. Fyrra mótið var á föstudag og það síðara í dag laugardag.
Í dag skaut Ásgeir sig inn í úrslit með 583. stigum og endaði í 6. Sæti. Frábær árangur hjá honum. Hann lenti í 19. sæti með 577 stig í fyrra mótinu sem haldið var á föstudaginn.
|
Fimmtudagur, 24. janúar 2013 15:51 |
Í Riffilnefnd félagsins sitja: Bergur Arthúrsson, Sigurður Hallgrímsson, Arnbergur Þorvaldsson, Jóhannes G. Kristjánsson, Hjálmar Ævarsson og Kjartan Friðriksson. Formaður nefndarinnar er Bergur Arthúrsson. Nánari verkaskipting verður kynnt síðar.
Stjórnin.
|
Fimmtudagur, 24. janúar 2013 14:46 |
Ásgeir Sigurgeirsson keppir á föstudag og laugardag á IWK í Munchen. Þetta er talið sterkasta mót sem er utan mótaraða ISSF og ESC. Úrslit og beina uppfærslu á úrslitum má finna hér: http://results.sius.com/Events.aspx
|
Laugardagur, 19. janúar 2013 16:44 |
Á landsmóti STÍ í staðlaðri skammbyssu í dag sigraði Friðrik Þ.Goethe SFK, Eiríkur Ó.Jónsson SFL varð annar og Grétar M.Axelsson SA varð þriðji. í liðakeppninni sigraði A-sveit SFK, okkar A-sveit varð önnur með þá Karl Kristinsson, Kolbein Björgvinsson og Engilbert Runólfsson innaborðs og í 3ja sæti varð A-sveit Akureyringa. Myndir eru komnar inná myndasíðuna
|
Föstudagur, 18. janúar 2013 10:43 |
Landsmót STÍ í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Skráðir keppendur eru 18 talsins. Rástími keppenda er hérna. Keppendur mæti 30 mínútum fyrir upphaf síns riðils en riðlarnir eru 4. Keppnisæfing er kl.18-20 í kvöld.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 181 182 183 184 185 186 187 188 189 190 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 187 af 296 |