Landsmót á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 23. febrúar 2012 11:02

Landsmót í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Riðlaskiptingin er komin hérna. Athugið að lokað er fyrir almennar æfingar þennan dag.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir einu stigi frá Ólympíusæti Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 18. febrúar 2012 17:13
Ásgeir Sigurgeirsson var aðeins einu stigi frá því að komast inná Ólympíeikana í dag. Skorið hjá honum var fínt,575 stig en inn í því var ein hrinan 93 stig.
AddThis Social Bookmark Button
 
Ásgeir keppir á Evrópumeistaramótinu á laugardaginn Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 14. febrúar 2012 17:38

Ásgeir Sigurgeirsson keppir á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu á laugardaginn. Mótið fer fram í Finnlandi. Nánar á heimasíðu mótshaldara. Hægt verður að fylgjast með skorinu í keppninni í beinni hérna. Ásgeir byrjar kl. 11:00 að staðartíma eða kl. 09:00 að íslenskum tíma. Úrslitin eru svo kl. 14:30 að staðartíma eða kl. 12:30 að íslenskum tíma. Ef Ásgeir lendir í hópi fjögurra efstu tryggir hann sér þátttökurétt á Ólympíuleikunum í London í ágúst.

 

 

AddThis Social Bookmark Button
 
Guðmundur Helgi sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. febrúar 2012 22:59

gkg_1309Á Landsmóti STÍ í 60sk liggjandi riffli sem haldið var í Kópavogi í dag, sigraði okkar maður, Guðmundur Helgi Christensen og náði jafnframt meistaraflokksárangri, 587 stigum. Í öðru sæti varð Stefán E. Jónsson SFK með 582 stig og þriðji varð Guðmundur Valdimarsson SÍ með 573 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íris Eva sló Íslandsmetið í Loftriffli Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 08. febrúar 2012 22:43


iriseva2012Á Reykjavíkurmótinu sem var haldið í Egilshöllinni í dag setti Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur nýtt Íslandsmet í loftriffli 383 stig af 400 mögulegum !  Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen SR með 559 stig og Sigfús Tryggvi Blumenstein SR varð annar með 522 stig. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson SR með 585 stig en Íslandsmet hans er 586 stig ! Í öðru sæti varð Tómas Viderö SFK með 569 stig og Gunnar Þór Hallbergsson SR varð þriðji með 546 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir SR með 371 stig, önnur varð Kristína Sigurðardóttir SR með 362 stig og í þriðja sæti Berglind Björgvinsdóttir SKA með 346 stig. /gkg

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurmót í loftgreinum á miðvikudag Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 06. febrúar 2012 20:13

Reykjavíkurmótið í loftskammbyssu og loftriffli verður haldið í Egilshöllinni miðvikudaginn 8.febrúar. Hefja má keppni milli kl. 16:00-20:00. Lokað er fyrir almennar æfingar í Egilshöll, bæði í loft og púðursalnum.

 

 

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 201 202 203 204 205 206 207 208 209 210 Næsta > Síðasta >>

Síða 209 af 287

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing