Chrsitensen mótið á miðvikudaginn kl 17 Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 04. maí 2015 17:15

Minnum alla á Christensen-mótið sem haldið verður að venju í Egilshöllinni á miðvikudaginn kemur 6.maí og hefst það kl.17. Skotmenn þurfa að byrja á tímanum kl. 17 til 19:30. Keppt er í opnum flokki í loftskammbyssu og loftriffli, 60 skot. Hér eru úrslit mótsins í fyrra.

AddThis Social Bookmark Button
 
SR liðið vann sveitakeppnina og Grétar einstaklings Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 03. maí 2015 17:00

2015skeetsr23mai2015skeet3mai1232015skeet3mailid2015skeet3maiflokkarÁ Landsmótinu á Álfsnesi í dag, sigraði Grétar Mar Axelsson úr SA í karlaflokki eftir úrslitaviðureign við Örn Valdimarsson úr SR. Bronsverðlaunin hlaut Sigurður Unnar Hauksson úr SR eftir viðureign við Guðlaug Braga Magnússon úr SA. í 5.sæti varð Hákon Þ. Svavarsson úr SFS og í 6.sæti varð Stefán Gísli Örlygsson úr SKA. Í liðakeppninni sigraði sveit Sktfélags Reykjavíkur með 317 stig en hana skipuðu þeir Örn Valdimarsson, Sigurður U. Hauksson og Kjartan Ö. Kjartansson. Í öðru sæti varð sveit Skotfélags AKureyrar með 301 stig með innanborðs þá Grétar M. Axelsson, Guðlaug B. Magnússon og Sigurð Á. Sigurðsson. Í undankeppninni varð Örn Valdimarsson efstur með 114 stig, annar var Sigurður U. Hauksson með 111 stig og þriðji Guðlaugur B. Magnússon með 108 stig. Myndir frá deginum verða hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Helga sigraði í kvennakeppninni í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. maí 2015 18:19

2015skeetkv2mai123Á Landsmóti STÍ sem haldið var á Álfsnesi í dag sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 45+4+9 stig, í öðru sæti varð Snjólaug M. Jónsdóttir úr MAV með 42+5+4 stig. Í þriðja sæti varð svo Dagný H. Hinriksdóttir úr SR með 29+7+4 stig. Í fjórða sæti varð Eva Ó. Skaftadóttir úr SR með 39+3+3 stig. Í 5.sæti hafnaði Lísa Óskarsdóttir úr SR með 23+6 stig. Keppni í karlaflokki stendur yfir í tvo daga en staðan eftir fyrir daginn er þannig að Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar Hauksson eru efstir og jafnir með 69 stig af 75 mögulegum en þeir keppa báðir fyrir Skotfélag Reykjavíkur, þar á eftir með 65 stig Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar og síðan jafnir með 64 stig eru þeir Hákon Þ.Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands og Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar. Í liðakeppninni eru tvo lið skráð til leiks og er lið SR með 193 stig og lið SA með 180 stig eftir fyrri daginn. Á morgun verða skotnir tveir hringir og svo úrslit eftir það. Slatti af myndum hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting á landsmótinu um helgina Skoða sem PDF skjal
Miðvikudagur, 29. apríl 2015 17:26

2015 skeet landsmot 2mai ridlarHér er riðlaskiptingin á landsmótinu í skeet um helgina á Álfsnesi. Opið er fyrir æfingar keppenda kl. 10 - 16 þann 1.maí

AddThis Social Bookmark Button
 
Úrtökumót fyrir Smáþjóðaleikana Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 27. apríl 2015 16:27

sigunnhauks01 003Fyrra úrtökumótið fyrir Smáþjóðaleikana í vor, í haglabyssugreininni Skeet, fór fram á Álfsnesi á laugardaginn. Efstir og jafnir voru Örn Valdimarsson og Sigurður Unnar hauksson, en báðir keppa þeir fyrir Skotfélag Reykjavíkur, með 110 stig, í þriðja sæti var Guðmann Jónasson úr Skotfélaginu Markviss með 100 stig. Í fjórða sæti Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar, fimmti Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 97 stig og sjötti varð Kjartan Örn Kjartansson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 90 stig. Um næstu helgi fer svo fram Landsmót STÍ á Álfsnesi og ræðst þar hvaða tveir skotmenn keppa fyrir Íslands hönd á Smáþjóðaleikunum í júní.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn Íslandsmeistari í riffli í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 26. apríl 2015 17:48

2015 60sk islmotJórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki í 60 skotum liggjandi riffli í dag með 614,2 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr SFK með 605,2 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR varð þriðja með 557,2 stig. Í karlaflokki sigraði Jón Þ.Sigurðsson úr SFK á nýju Íslandsmeti 622,2 stig. Í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 615,3 stig og Arnfinnur A. Jónsson úr SFK varð þriðji með 608,8 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur varð í þriðja sæti í liðakeppninni með innaborðs þá Guðmund Helga , Þorstein B. Bjarnarson og Þóri Kristinsson með 1,796.2 stig. A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs sigraði á nýju Íslandsmeti 1,836.9 stig og sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1,806.8 stig. Nánari fréttir eru á heimasíðu mótshaldara SFK.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 121 122 123 124 125 126 127 128 129 130 Næsta > Síðasta >>

Síða 122 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing