|
Sunnudagur, 08. desember 2024 11:45 |
Landsmót STÍ í 50m liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni um helgina. Í flokki unglinga sigraði Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti 585,9 stig (17x). Silfrið hlaut Karen Rós Valsdóttir úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 538,2 stig (5x).
Í opnum flokki fullorðinna sigraði Guðmundur Valdimarsson úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 607,7 stig (28x), í öðru sæti varð Leifur Bremnes einnig úr SÍ með 603,1 (5x) stig og í þriðja sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 601,3 stig (18x). Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1805,8 stig, A-sveit Skotfélags Reykjavíkur varð önnur með 1784,2 stig og í þriðja sæti B-sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1714,1 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
Miðvikudagur, 04. desember 2024 22:17 |
Landsmót STÍ í riffilgreinunum í 50m prone og 50m Þrístöðu fer fram í Egilshöllinni um næstu helgi. Riðlablöðin eru hérna fyrir laugardaginn og hér fyrir sunnudaginn
|
Sunnudagur, 24. nóvember 2024 19:17 |
Landsmót STÍ í Sportskammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði, Karl Kristinsson úr SR varð annar og þriðji Engilbert Runólfsson úr SR. Nánar á úrslitasíðu STÍ
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 1 af 290 |