Íslandsmet hjá Úlfari í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 30. nóvember 2025 12:16

2025 lmot_50m_3p_30nov_sr_allirLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með riffli, liggjandi,krjúpandi og standandi, á 50 metra færi með opnum sigtum, var haldið í Egilshöllinni í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði með 537 stig, Leifur Bremnes úr SÍ varð annar með 522 stig og í þriðja sæti hafnaði Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS einnig með 522 stig, en Leufur var með 9 x-tíur en Lára með 7 x-tíur. Úlfar Sigurbjarnarson úr SR hlaut gullið í unglingaflokki á nýju Íslandsmeti, 518 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jón Þór sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 29. nóvember 2025 14:01

jonthormriffilsiusLandsmót Skotíþróttasambands Íslands í keppni með riffli, liggjandi, á 50 metra færi með opnum sigtum, fór fram í Egilshöllinni í dag. Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs (SFK) sigraði með 625,1 stig, Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar (SÍ) varð annar með 618,2 stig og í þriðja sæti hafnaði Guðmundur Valdimarsson úr sama félagi með 609,6 stig. Úlfar Sigurbjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur (SR) hlaut gullið í unglingaflokki með 574,7 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SÍ með 1828,3 stig, A-sveit SFK varð önnur með 1788,1 stig og sveit SR þriðja með 1762,3 stig. Nánar má sjá skorin hérna.https://sti.is/2025-2026/

AddThis Social Bookmark Button
 
Riffilmót um helgina í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 28. nóvember 2025 12:01

Tvö landsmót STÍ fara fram í Egilhöllinni um helgina. Sjá má riðlaskiptinguna hérna: https://sti.is/2025-2026/

AddThis Social Bookmark Button
 
Karol vann bæði mótin um helgina Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 25. nóvember 2025 07:24

2025 spp lmot23nov2025 li2025 spp lmot23nov2025 123 Um helgina fóru fram tvö Landsmót Skotíþróttasambands Íslands ískotfimi. Skotíþróttafélag Kópavogs sá um mótahald. Á laugardaginn var keppt í Staðlaðri skammbyssu þar sem Karol Forsztek úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 519 stig, Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs varð annar með 507 stig og Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur þriðji með 504 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,453 stig, A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs varð önnur með 1,387 stig og í þriðja sæti B-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,369 stig.

Á sunnudaginn var keppt í Sport skammbyssu þar sem sömu menn röðuðu sér í efstu sætin, Karol Forsztek úr Skotfélagi Reykjavíkur sigraði með 550 stig, Karl Kristinsson úr Skotfélagi Reykjavíkur varð annar með 528 stig og Friðrik Goethe úr Skotíþróttafélagi Kópavogs þriðji með 521 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,510 stig, sveit Skotdeildar Keflavíkur varð önnur með 1,481 stig og í þriðja sæti A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,346 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ Á MORGUN LAUGARDAG !! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 21. nóvember 2025 15:48

Af óviðráðanlegum orsökum verður LOKAÐ á morgun laugardaginn 22.nóvember 2025

AddThis Social Bookmark Button
 
LOKAÐ Í EGILSHÖLLINNI Í KVÖLD Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 28. október 2025 14:10

LOKAÐ Í EGILSHÖLLINNI Í KVÖLD VEGNA VEÐURS !!

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Síða 1 af 299

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing