Íslandsmet hjá kvennaliðinu okkar um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 19. mars 2023 20:31

2023 apar18marsislmeistkvlid2023 apar18mars123kv2023 apar18marsjoriris2023 apar18marssrarli2023 apar18marssrliinÍ Digranesi í Kópavogi fór fram í dag, laugardag,  Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum.

Þær Jórunn Harðardóttir (547), Kristína Sigurðardóttir (538) og Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir (474) skipuðu lið Skotfélags Reykjavíkur í kvennaflokki sem endaði með 1.559 stig sem er nýtt Íslandsmet en gamla metið átti sveit SA sem var 1.542 stig.

Í loftskammbyssu karla sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 566 stig , Bjarki Sigfússon úr SFK varð annar með 536 stig/8x og Guðmundur A. Hjartarson úr SK þriðji með 536 stig/6x. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 538 stig og Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir úr SSS varð þriðja með 535 stig. Í drengjaflokki vann Óðinn Magnússon úr SKS gullið með 504 stig og silfrið hlaut Adam Ingi H. Franksson úr SKS með 458 stig. Í flokki stúlkna sigraði Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 474 stig og í öðru sæti varð Elín Kristín Ellertsdóttir úr SKS með 428 stig. Í liðakeppni karla sigraði A-sveit SFK með 1.589 stig en sveit SKS varð önnur með 1.509.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 594,1 stig, Þórir Kristinsson úr SR varð annar með 556,9 og Þorsteinn Bjarnarson hlaut bronsið með 501,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 574,1 stig og Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 559,8 stig. Gullið í drengjaflokki hlaut Adrian Snær Elvarsson úr SFK með 359,9 stig.

Nánar á úrslitasíðu STÍ

AddThis Social Bookmark Button
 
Silfur og brons hjá okkar mönnum í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 19. mars 2023 20:21

2023 lmotstd19marsallirLandsmót í Staðlaðri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði með 561 stig, í öðru sæti varð Karl Kristinsson úr SR með 525 stig og Kolbeinn Björgvinsson úr SR vann bronsið með 473 stig.

Þrjú lið kepptu og varð A lið SFK hlutskarpast með 1443 stig - með þá Ívar auk Guðna Sigurbjarnasyni og Guðmundi Tryggva Ólafssyni. Lið SR varð í öðru með 1417 stig, en þar voru fyrir þeir Karl, Jón Árni Þórisson og Kolbeinn. Í þriðja sæti í liðakeppni var B lið SFK - með 1082 stig en þar kepptu þau Þórarinn Þórarinsson, Hjördís Ýrr Skúladóttir og Eyjólfur Aðalsteinsson - en þau voru öll að keppa í sínu fyrsta móti í staðlaðri skammbyssu.

Nánar á úrslitasíðu STÍ

AddThis Social Bookmark Button
 
Þórir og Jórunn með gullið á Ísafirði Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 06. mars 2023 10:41

2023 lmot3p6mar 123ka2023 lmot3p6mar 123kvÞórir Kristinsson úr SR sigraði á riffilmótinu á Ísafirði í dag, með 536 stig, annar varð Valur Richter úr SÍ með 519 stig og þriðji Leifur Bremnes úr SÍ með 469 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 517 stig og silfrið hlaut Guðrún Hafberg úr SÍ með 439 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn með gull og Þórir með brons í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. mars 2023 17:28

2023 60sklmot 123ka 4mars2023 60sklmot allir 4mars2023 60sklmot srlid 4mars2023 60sklmot siid 4mars2023 60sklmoturslit4mars
Landsmót STÍ í riffli á 50 metra færi úr liggjandi stöðu fór fram á Ísafirði í dag. Valur Richter úr SÍ sigraði í karlaflokki með 607,7 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 606,1 stig og Þórir Kristinsson úr SR varð í 3ja sæti með 606,0 stig. Í kvennaflokki vann Jórunn Harðardóttir úr SR gullið með besta skor dagsins, 608,2 stig og Guðrún Hafberg úr SÍ hlaut silfrið með 566,5 stig. Karen Rós Valsdóttir úr SÍ hlaut gullið í flokki unglinga með 511,9 stig. Í liðakeppninni hafði lið SÍ gullið með 1812,6 stig en lið SR var með 1802,1 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karol í 3ja sæti á sínu fyrsta móti Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 21. febrúar 2023 12:55

2023 sp22 forz 18febKarol Forsztek náði bronsinu á sínu fyrsta Landsmóti í Sport skammbyssu á laugardaginn með 518 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Ívar sigraði á RIG Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 04. febrúar 2023 14:53

rig 20230204-gkg_0757-2Keppni í loftskammbyssu á Reykjavíkurleikunum var að ljúka rétt í þessu. Ívar Ragnarsson sigraði á 557 stigum, í öðru sæti var Jón Þór Sigurðsson með 551 stig og bronsinu landaði Bjarki Sigfússon á 543 stigum. Fleiri myndir frá mótinu eru hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 14 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing