Stefán og María urðu Íslandsmeistarar Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 14. ágúst 2022 20:45

2022 islmotskeetsr1314agu urslit2022 islmotskeet 123ka-03832022 islmotskeet 123kv-03792022 islmotskeet 123lid-03742022 islmotskeet kakv-0388Íslandsmeistaramótið í haglabyssugreininni Skeet fór fram á skotvelli Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Undanþága fékkst hjá Umhverfisráðherra til að geta haldið mótið á svæðinu, þar sem starfsleyfisumsókn félagsins hefur ekki verið afgreidd hjá Heilbrigðsieftirliti Reykjavíkurborgar. Mótið stóð yfir í tvo daga og lauk svo með úrslitakeppninni eftir hádegi í dag.

Í karlaflokki varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness Íslandsmeistari eftir spennandi viðureign við Hákon Þ. Svavarsson nýkrýndan Norurlandameistara. Þeir enduðu á bráðabana þar sem Stefán skaut einni dúfu meira en Hákon. Í þriðja sæti varð Guðlaugur Bragi Magnússon úr Skotfélagi Akureyrar.

Í kvennaflokki varð Íslandsmeistari María Rós Arnfinnsdóttir úr Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar, Helga Jóhannsdóttir úr sama félagi varð önnur, en hún jafnaði eigið Íslandsmet í undankeppninni. Í þriðja sæti hafnaði svo Dagný Huld Hinriksdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur. Daníel Logi Heiðarsson úr Skotfélagi Akureyrar varð Íslandsmeistari unglinga. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Suðurlands, en sveitir Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar hlutu annað og þriðja sætið. Jafnframt voru krýndir Íslandsmeistarar í flokkum. Nánar á úrslitasíðunni, www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Staðan eftir fyrri daginn á Íslandsmótinu í Skeet Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 13. ágúst 2022 18:32

2022 islmotskeetsr1314agu dag12022 islmotskeet dag1-00772022 islmotskeet dag1-0125Staðan eftir fyrri daginn á Íslandsmeistaramótinu í Skeet á Álfsnesi er hérna. Keppni hefst svo að nýju í fyrramálið kl. 10 en þá verða skotnir 2 hringir og síðan eru úrslitin eftir hádegi í karla og kvennaflokki. Í karlaflokki leiðir Hákon Þ. Svavarsson úr SFS og í kvennaflokki Helga Jóhannsdóttir úr SÍH.

AddThis Social Bookmark Button
 
Riðlaskipting á Íslandsmótinu um næstu helgi Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 09. ágúst 2022 07:47

2022 islmotskeetsr1314agu ridlar ova2Hérna kemur riðlaskipting á Íslandsmótinu í Skeet um næstu helgi. Opinberi æfingadagurinn fyrir mótið er á fimmtudaginn, EKKI á föstudag, því þá skal vera lokað samkvæmt ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, af ástæðum sem ekki liggja fyrir. Keppendur geta hins vegar nýtt sér eftirtalda æfingatíma í vikunni: Þriðjudag og miðvikudag kl.13-19 og svo á fimmtudaginn kl.13-21.

AddThis Social Bookmark Button
 
Hákon Þ. Svavarsson Norðurlandameistari í Skeet Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 05. ágúst 2022 16:13

hakthsvav01 004Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð í dag Norðurlandameistari í haglabyssugreininni SKEET. Þetta er fyrsti Norðurlandatitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Mótið fer fram í Kouvola í Finnlandi. Ísland á 11 keppendur á mótinu að þessu sinni og hafa þau staðið sig með prýði. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Leyfi vegna Íslandsmótsins í SKEET komið Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 04. ágúst 2022 11:36

Ráðherra Umhverfis-,orku- og loftslagsmála hefur veitt félaginu undanþágu til að geta haldið Íslandsmeistaramótið í Skeet á svæði félagsins á Álfsnesi. Eingöngu verður opið til æfinga fyrir keppendur á mótinu. Opinber æfingadagur verður þó frábrugðinn alþjóðlegu reglunum því ekki verður leyft að skjóta á föstudeginum 12.ágúst. Æfingadagurinn verður því fimmtudaginn 11.ágúst í staðinn. Samkvæmt undanþágunni geta keppendur æft mánudaginn 8.ágúst og fimmtudaginn 11.ágúst á tímanum 10-21, þriðjudaginn 9.ágúst og miðvikudaginn 10.ágúst kl.10-19. Keppnisdagana 13.og14.ágúst er heimilt að skjóta frá kl.10:00 til kl. 19:00. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.

Við minnum keppendur á Íslandsmótinu að skrá sig tímanlega hjá sínu félagi en skráningarfresti lýkur á miðnætti sunnudaginn 7.ágúst 2022.

AddThis Social Bookmark Button
 
Pétur keppti á Italian Open um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. júlí 2022 18:05

2022 italianopenskor2022 peturt italianopenPétur T. Gunnarsson keppti á Italian Open í Skeet stórmótinu sem haldið var um helgina. Þetta er gríðasterkt mót sem margir af þeim allrabestu tóku þátt. Pétur stóð sig frábærlega og var skorið 118 stig af 125 mögulegum. Þetta dugði honum í 19.sæti  að þessu sinni.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 14 af 286

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing