Íslandsmót í Grófbyssu í Egilshöll Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 27. apríl 2023 09:02

Íslandsmótið í Grófbyssu fer fram í Egilshöllinni sunnudaginn 30.apríl. Hérna má sjá riðlaskiptinguna. Fylgjast má svo með skorinu í beinni hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Halldór kjörinn formaður STÍ Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 23. apríl 2023 09:08

stjornsti2023vantar2Skotþing 2023, ársþing STÍ, var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Mættir voru 36 fulltrúar frá 9 af 15 aðildarsamböndum STÍ.  Fundarstjóri var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ og ritari þingsins var Kjartan Friðriksson, fyrrverandi ritari stjórnar. Ný stjórn sambandsins er nú skipuð þannig að Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður til næstu 2ja ára, Ómar Örn Jónsson og Magnús Ragnarsson(sem kemur nýr inní stjórn), voru kjörnir til 2ja ára ásamt varamanninum Sigurði I. Jónssyni, sem einnig kemur nýr inní varastjórn ásamt Birnu Sævarsdóttur, sem var kjörin til eins árs. Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Kr. Gíslason sitja áfram til eins árs. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ færði þingi kveðju framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Lárusar Blöndal forseta ÍSÍ. Þingið tók fyrir ýmis mál og má þar nefna að hugmyndir um hausagjald voru felldar með yfirgnæfandi meirihluta en tillaga um skotíþróttamiðstöð var samþykkt með breytingum. Frétt af www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmeistarar í Þrístöðuriffli Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 17. apríl 2023 21:12

2023 islm3p123ka2023 islm3pviktoria2023 islm3pdenniÍslandsmeistaramót STÍ í 50m Þrístöðu riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistarar urðu Þórir Kristinsson úr SR í karlaflokki, Viktoría Erla Bjarnarson úr SR í kvennaflokki og lið Skotfélags Reykjavíkur í liðakeppni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn Íslandsmeistari Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 15. apríl 2023 20:27

2023 islmot60skjorunfagn2023 islmot60skj123kv2023 islmot60sksrlidimg_5580Íslandsmeistaramótið í 50 m riffli fór fram í aðstöðu Skotíþróttafélags Kópavogs í  Digranesi í dag. Jórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 613,3 stig og silfrið hlaut Viktoría Bjarnarson úr SR með 587,1 stig.

Karen Rós Valsdóttir úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar bætti þar Íslandsmetið í unglingaflokki stúlkna með skori uppá 580,2 stig og hlaut Íslandsmeistaratitil stúlkna. Íslandsmeistarar urðu Jón Þór Sigurðsson úr SFK í karlaflokki með 622,0 stig, annar varð Arnfinnur A. Jónsson úr SFK með 612,7 stig og Valur Richter úr SÍ þriðji með 607,0 stig.  Íslandsmeistari drengja varð Óðinn Magnússon úr SKS með 566,8 stig. Nánar má sjá úrslitin á úrslitasíðu STÍ hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmót í Þrístöðuriffli í Egilshöll á sunnudag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 15. apríl 2023 09:56

3pÍslandsmeistaramótið í Þrístöðu-riffli fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna.

AddThis Social Bookmark Button
 
Úrtökumót fyrir Möltu í skeet Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 30. mars 2023 11:02

gsse-malta2023shooting-targetFyrsta úrtökumótið fyrir Smáþjóðaleikana á Möltu fer fram laugardaginn 1.apríl á skotsvæði Skotfélags Reykjavíkur á Álfsnesi. Engin sérstök keppnisæfing verður á föstudeginum, enda ekki heimilt að skjóta á föstudögum !!. Níu keppendur skráðu sig til leiks en einn hefur forfallast vegna meiðsla. Má sjá þá hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 13 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing