Sunnudagur, 24. apríl 2022 13:05 |
Guðmundur Helgi Christensen úr SR varð í dag Íslandsmeistari í riffilgreininni 50 metra Þrístaða, en hún er ein af þeim skotgreinum sem eru keppnisgreinar á Ólympíuleikum. Hann endaði með 525 stig. Í öðru sæti varð Þórir Kristinsson úr SR með 513 stig og Valur Richter úr SÍ þriðji með 510 stig. Jórunn Harðardóttir úr SR varð Íslandsmeistari í kvennaflokki með 530 stig og Guðrún Hafberg hlaut silfrið með 407 stig. Viktoría Erla Bjarnarson hlaut Íslandsmeistaratitilinn í stúlknaflokki með 434 stig. Sveit Skotfélags Reykjavíkur sigraði með 1,501 stig og sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar varð önnur með 1,414 stig. Mótið fór fram í Egilshöllinni. Nokkrar myndir frá mótinu eru hérna.
|
|
Sunnudagur, 24. apríl 2022 09:41 |
Íslandsmeistaramót STÍ í skotfimi með riffli á 50 metrum liggjandi fór fram í Kópavogi í dag. Jón Þór Sigurðsson úr SFK sigraði í karlaflokki á nýju glæsilegu Íslandsmeti, 627,5 stig. Valur Richter úr SÍ varð annar með 609,7 stig og Ívar Már Valsson úr SÍ þriðji með 607.8 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 609,3 stig, Margrét Alfreðsdóttir úr SÍ varð önnur með 565,7 stig. Óðinn Magnússon úr SKS varð Íslandsmeistari drengja með 547,2 stig, sem jafnframt er Íslandsmet. Í stúlknaflokki varð Viktoría Erla Bjarnarson úr SRÂ Íslandsmeistari með 574,7 stig, Hera Christensen úr SR varð önnur með 565,7 stig og Karen Rós Valsdóttir hlaut bronsið með 550,7 stig.Â
|
Miðvikudagur, 20. apríl 2022 17:17 |
Íslandsmótið í 50m Þrístöðu með riffli fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Keppni hefst kl.9 og verður hægt að fylgjast með skorinu hérna.
|
Föstudagur, 08. apríl 2022 09:44 |
Skotíþróttaþing sendi frá sér ályktun um stöðuna á Álfsnesi og má lesa hana hérna. Hún var send öllum fjölmiðlum til birtingar. og eins var hún send til Borgarráðs og allra sitjandi fulltrúa þess.
|
Laugardagur, 02. apríl 2022 14:31 |
Félagsmenn okkar hafa sett af stað undirskriftarsöfnun vegna vallarleysis félagsins á Álfsensi. Hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt og unbdirrita skjalið sem er hérna
|
Sunnudagur, 27. mars 2022 17:29 |
Landsmót STÍ í 50 metra Þrístöðuriffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Guðmundur Helgi Christensen úr SR sigraði í karlaflokki með 553 stig, Jórun Harðardóttir úr SR vann kvennaflokkinn með 544 stig, unglingaflokkinn vann Viktoría Erla Bjarnarson úr SR með 459 stig og lið SR liðakeppnina með 1,518 stig. Árangur allra eru Íslandsmet. Greinin breyttist um áramótin þannig að nú eru skotin alls 60 skot, 20 í hverri hrinu liggjandi, krjúpandi og standandi. Nánar á úrslitasíðu STÍ
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 20 af 289 |