Hákon Þ. Svavarsson Norðurlandameistari í Skeet Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 05. ágúst 2022 16:13

hakthsvav01 004Hákon Þór Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands varð í dag Norðurlandameistari í haglabyssugreininni SKEET. Þetta er fyrsti Norðurlandatitill Íslendinga í skotfimi frá upphafi. Mótið fer fram í Kouvola í Finnlandi. Ísland á 11 keppendur á mótinu að þessu sinni og hafa þau staðið sig með prýði. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðu Skotíþróttasambandsins, www.sti.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Leyfi vegna Íslandsmótsins í SKEET komið Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 04. ágúst 2022 11:36

Ráðherra Umhverfis-,orku- og loftslagsmála hefur veitt félaginu undanþágu til að geta haldið Íslandsmeistaramótið í Skeet á svæði félagsins á Álfsnesi. Eingöngu verður opið til æfinga fyrir keppendur á mótinu. Opinber æfingadagur verður þó frábrugðinn alþjóðlegu reglunum því ekki verður leyft að skjóta á föstudeginum 12.ágúst. Æfingadagurinn verður því fimmtudaginn 11.ágúst í staðinn. Samkvæmt undanþágunni geta keppendur æft mánudaginn 8.ágúst og fimmtudaginn 11.ágúst á tímanum 10-21, þriðjudaginn 9.ágúst og miðvikudaginn 10.ágúst kl.10-19. Keppnisdagana 13.og14.ágúst er heimilt að skjóta frá kl.10:00 til kl. 19:00. Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.

Við minnum keppendur á Íslandsmótinu að skrá sig tímanlega hjá sínu félagi en skráningarfresti lýkur á miðnætti sunnudaginn 7.ágúst 2022.

AddThis Social Bookmark Button
 
Pétur keppti á Italian Open um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. júlí 2022 18:05

2022 italianopenskor2022 peturt italianopenPétur T. Gunnarsson keppti á Italian Open í Skeet stórmótinu sem haldið var um helgina. Þetta er gríðasterkt mót sem margir af þeim allrabestu tóku þátt. Pétur stóð sig frábærlega og var skorið 118 stig af 125 mögulegum. Þetta dugði honum í 19.sæti  að þessu sinni.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íslandsmótið í Compak Sporting á Akureyri Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. júlí 2022 18:00

2022 islmcs verdlaunahafarÍslandsmótið í Compak Sporting fór fram á AKureyri um helgina. Við áttum þar þrjá keppendur og náði Dagný H. Hinriksdóttir silfrinu í kvennaflokki. Annars eru nánari fréttir af mótinu hérna: www.sti.is 

AddThis Social Bookmark Button
 
Þorri náði silfrinu á Akureyri Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 20. júní 2022 07:48

2022 compsa18jun2022 csakur18jun123Guðni Þorri Helgason úr SR náði silfrinu á Arctic Open haglabyssumótinu, sem haldið var á Akureyri á laugardaginn. 

AddThis Social Bookmark Button
 
Pétur sigraði á Landsmótinu um helgina Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 12. júní 2022 15:39

2022 lmotskeetsfs1112juni123kaPétur T. Gunnarsson úr SR sigraði á Landsmóti STÍ sem haldið var í Þorlákshöfn um helgina. Daníel H. Stefánsson úr SR varð í 4.sæti. Nánar á úrslitasíðu STÍ.

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>

Síða 19 af 291

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing