Laugardagur, 29. apríl 2023 22:26 |
Íslandsmeistaramótið í Loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Ívar Ragnarsson úr SFK sigraði í karlaflokki með 566 stig, Bjarki Sigfússon úr SFK varð annar með 546 stig og þriðji Magnús Ragnarsson úr SKS með 530 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 550 stig, Kristína Sigurðardóttir úr SR varð önnur með 529 stig og þriðja Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 512 stig. Í drengjaflokki sigraði Adam Ingi Höybe Franksson úr SFK með 490 stig, Óðinn Magnússon úr SKS varð annar með 485 stig og í þriðja sæti hafnaði Elfar Egill Ívarsson úr SKS með 362 stig. Í stúlknaflokki sigraði Elín Kristín Ellertsdóttir úr SKS með 491 stig og silfrið hlaut Elísabet Xiang Sveinbjörnsdóttir úr SR með 450 stig. Lið SFK sigraði í karlaflokki og lið SR í kvennaflokki.
 Eins voru krýndir Íslandsmeistarar í flokkum og er hægt að nálgast nánari upplýsingar á úrslitasíðu STÍ.
Nokkrar myndir hérna.
|
|
Fimmtudagur, 27. apríl 2023 09:27 |
Íslandsmótið í Loftskammbyssu er á laugardaginn en í Loftriffli og Grófbyssu á sunnudaginn. Sjá má riðlaskiptinguna með því að smella á greinarnar. Einsog áður verður hægt að fylgjast með skorinu í beinni hérna.
ÆFINGATÍMI í Loftskammbyssunni er kl.18-20 FÖSTUDAG
|
Fimmtudagur, 27. apríl 2023 09:02 |
Íslandsmótið í Grófbyssu fer fram í Egilshöllinni sunnudaginn 30.apríl. Hérna má sjá riðlaskiptinguna. Fylgjast má svo með skorinu í beinni hérna.
|
Sunnudagur, 23. apríl 2023 09:08 |
Skotþing 2023, ársþing STÍ, var haldið í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í dag. Mættir voru 36 fulltrúar frá 9 af 15 aðildarsamböndum STÍ.ÂÂ Fundarstjóri var Jón S. Ólason fyrrverandi formaður STÍ og ritari þingsins var Kjartan Friðriksson, fyrrverandi ritari stjórnar. Ný stjórn sambandsins er nú skipuð þannig að Halldór Axelsson var endurkjörinn formaður til næstu 2ja ára, Ómar Örn Jónsson og Magnús Ragnarsson(sem kemur nýr inní stjórn), voru kjörnir til 2ja ára ásamt varamanninum Sigurði I. Jónssyni, sem einnig kemur nýr inní varastjórn ásamt Birnu Sævarsdóttur, sem var kjörin til eins árs. Jórunn Harðardóttir og Guðmundur Kr. Gíslason sitja áfram til eins árs. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir úr framkvæmdastjórn ÍSÍ færði þingi kveðju framkvæmdastjórnar ÍSÍ og Lárusar Blöndal forseta ÍSÍ. Þingið tók fyrir ýmis mál og má þar nefna að hugmyndir um hausagjald voru felldar með yfirgnæfandi meirihluta en tillaga um skotíþróttamiðstöð var samþykkt með breytingum. Frétt af www.sti.is
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 11 af 289 |