Miðvikudagur, 04. janúar 2023 13:56 |
Með úrskurði sínum dagsettum 30.desember s.l. hefur Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála falið Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar að fella úr gildi starfsleyfi SKOTREYNar á Álfsnesi.Â
Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að ekki liggi fyrir að landnotkun hafi verið breytt frá því að úrskurður nefndarinnar var kveðinn upp síðast. Þá fari starfsleyfið auk þess í bága við ákvæði skipulagsreglugerðar um landnotkunarflokka en í þeirri reglugerð er ekki að finna heimild til að víkja frá gildandi landnotkun samkvæmt skipulagi. Með vísan til þess verði því að fella hið kærða starfsleyfi úr gildi.Â
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkurborgar sendi bréf til SKOTREYNar laugardaginn 31.desember s.l. þar sem leyfið er afturkallað.
Þetta hefur væntanlega áhrif á nýtt starfsleyfi Skotfélags Reykjavíkur sem var í auglýsingu í desember og lauk athugasemdartímanum um það þann 28.desember s.l.
Nú verða embættismenn Reykjavíkurborgar að vinna hratt að því að breyta Aðalskipulagi þannig að það uppfylli skilyrði laga um landnotkun undir skotíþróttasvæði.
Athyglisvert er að hið opinbera skuli leyfa sér að stöðva þessa starfsemi fyrirvaralaust, þar sem um mistök í orðalagi er orsök lokunar en ekki aðsteðjandi hætta fyrir nokkurn mann. Skaðinn er þegar orðinn mikill fyrir bæði félögin á Álfsnesi og hlýtur að koma til þess að sækja þurfi skðabætur til hins opinbera til að bæta fyrir það tjón sem þetta hefur valdið þeim.
|
|
Laugardagur, 17. desember 2022 15:17 |
Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur jafnaði í dag eigið Íslandsmet, 560 stig, í Loftskammbyssu á Landsmóti STÍ sem haldið var í Egilshöllinni í dag. Silfrið í kvennaflokki hlaut Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS með 537 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur A. Hjartarson úr SK með 509 stig, Hannes H. Gilbert úr SFK varð annar með 494 stig og Bjarni Sigurðsson úr SK varð þriðji með 485 stig. Elísabet X. Sveinbjörnsdóttir hlaut gullið í unglingaflokki með 466 stig. Nánar á úrslitasíðu www.sti.is
|
Miðvikudagur, 14. desember 2022 15:28 |
Landsmót í loftskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Það hefst kl.09:00. Riðlarnir verða tveir kl.9 og 11 . Jafnframt er Jólamót SR í loftriffli keyrt með seinni riðlinum.
Fylgjast má með skorinu í beinni hérna: Loftskammbyssa hér og Loftriffill hér.
|
Laugardagur, 03. desember 2022 17:24 |
Landsmót STÍ í 50 metra liggjandi riffli fór fram í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 626,0 stig, Guðmundur Valdimarsson úr SÍ varð annar með 608,9 stig og þriðji Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 606,2 stig. Í stúlknaflokki hlaut Karen Rós Valsdóttir úr SÍ gullið með 522,4 stig. Í drengjaflokki bætti Óðinn Magnússon úr SKY eigið Íslandsmet með 566,2 stig og hlaut gullið. Nánar á úrslitasíðu STÍ.
|
Miðvikudagur, 30. nóvember 2022 14:00 |
Landsmót í liggjandi riffli á 50 metrum fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn. Skráðir eru 10 keppendur til leiks úr 4 aðildarfélögum STÍ, sjá nánar hérna.
Hægt verður að fylgjast með skorinu í beinni hérna.
|
Sunnudagur, 27. nóvember 2022 13:11 |
Landsmót STÍ í Grófri skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Karl Kristinsson úr SR sigraði með 500 stig, Jón Árni Þórisson úr SR varð annar með 479 stig og Engilbert Runólfsson úr SR þriðji með 473 stig. Nánar á úrslitasíðu STÍ hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 15 af 289 |