Laugardagur, 16. apríl 2016 18:36 |
Ásgeir Sigurgeirsson var rétt í þessu að ljúka keppni á heimsbikarmótinu í Ríó í Brasilíu. Hann endaði í 21.sæti með 576 stig (94 97 95 96 96 98) og vantaði aðeins fjögur stig til að komast í úrslit. Keppendur voru 68. Hann keppir svo í frjálsri skammbyssu á mánudaginn.
|
|
Miðvikudagur, 13. apríl 2016 07:54 |
Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu fer fram í Egilshöllinni á laugardaginn og hefst kl.09:00. Keppnisæfing verður á föstudaginn kl.19-21.
|
Fimmtudagur, 07. apríl 2016 17:36 |
Íslandsmótið í Sportskammbyssu fer fram í Egilshöllinni á sunnudaginn. Skráðir eru 19 keppendur. Mótið hefst kl.10.
|
Laugardagur, 02. apríl 2016 15:57 |
Íslandsmótinu í loftbyssugreinunum var að ljúka. Íslandsmeistarar urðu sem hér segir: Loftskammbyssa karla Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur,í kvennaflokki Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki Dagný Rut Sævarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs. Í Loftriffli karla Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur, í kvennaflokki Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur, í unglingaflokki kvenna Sigríður E. Gísladóttir úr Skotdeild KeflavíkurÂÂÂ á nýju Íslandsmeti og í unglingaflokki karla Richard B. Busching úr Skotdeild Keflavíkur. í liðakeppninni varð Skotíþróttafélag Kópavogs Íslandsmeistari í loftriffli karla, loftskammbyssu karla og kvenna en Skotfélag Reykjavíkur í loftriffli kvenna. Finna má eitthvað af myndum hérna.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 104 af 296 |