Miðvikudagur, 30. mars 2016 12:51 |

Metþátttaka verður á Íslandsmótinu í loftskammbyssu og loftriffli sem haldið verður í Egilshöllinni á laugardaginn kemur. 30 skráningar bárust í loftskammbyssu og 17 í loftriffli. Keppt verður í 3 riðlum og hefst keppnin í 1.riðli kl.09:00, kl. 11:00 í öðrum og kl.13:00 í þeim þriðja. Keppnisæfing er kl.18-20 á föstudaginn.
|
|
Laugardagur, 26. mars 2016 18:33 |
 Kjartan Örn Kjartansson sigraði á Páskamóti SR í dag með 63 stig, annar varð Ævar S. Sveinsson með 59 stig og í þriðja sæti varð Guðmundur Pálsson með 58 stig. Keppt var eftir forgjafarkerfi félagsins.
|
Miðvikudagur, 23. mars 2016 10:20 |
Páskamót Skotfélags Reykjavíkur í SKEET fer fram á Álfsnesi laugardaginn 26.mars og hefst kl.12:00, mæting kl.11:30. Skráning á staðnum. Mótagjald kr. 2,000. Skotnir verða 3 hringir og keppt eftir forgjafarkerfinu. Mótið er opið keppendum úr öðrum félögum og eru þeir velkomnir.
|
Sunnudagur, 20. mars 2016 21:29 |
  Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í 50m liggjandi riffli fór fram í Íþróttahúsinu Digranesi í gær, sunnudaginn 20. mars. Í kvennaflokki bar Jórunn Harðardóttir, Skotfélagi Reykjavíkur, sigur úr býtun með 612,3 stig en Bára Einarsdóttir Skotíþróttafélagi Kópavogs varð önnur á 607,9 stigum. Margrét Linda Alfreðsdóttir, SFK, varð þriðja með 568,4 stig.
Eitt kvennalið mætti til leiks, A sveit Skotíþróttafélags Kópavogs, skipað þeim Báru, Margréti Lindu og Guðrúnu Hafberg en þær stöllur bættu Íslandsmet sitt í greininni. Skor þeirra var 1718.4 stig. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen, SR, með 616.2 stig. Jón Þór Sigurðsson SFK, varð annar á 609,7 stigum og Stefán Eggert Jónsson varð þriðji með 605,7 stig.
Í liðakeppni karlaflokksins sigraði A lið SFK með 1805,1 stigum. Sveit SFK skipuðu þeir Jón Þór, Stefán Egger t og Ólafur Sigvaldason. A sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar varð önnur með 1800,9 stig. Sveit ísfirðinganna skipuðu Guðmundur Valdimarsson, Valur Richter og Ívar Már Valsson.
|
Laugardagur, 19. mars 2016 17:49 |
Heimsbikarmótið í Larnaca á Kýpur hófst í dag. Keppt er í öllum haglabyssugreinum en Ísland er með tvo keppendur í skeet. Örn Valdimarsson er í 26.sæti eftir fyrri daginn með 69 stig (22-23-24) og Hákon Þ.Svavarsson er í 54.sæti með 66 stig (25-19-22) Hægt verður að fylgjast með seinni hlutanum á morgun á síðu keppninnar hérna.
UPPFÆRT 20.MARS: Örn endaði með 110 stig (22-23-24-21-20) og hafnaði í 56.sæti og Hákon var með 109 stig (25-19-22-20-23) og lauk keppni í 62.sæti. Keppendur voru 91 að þessu sinni.
|
Sunnudagur, 13. mars 2016 19:22 |
Landsmót STÍ í Sport-skammbyssu fór fram á Akureyri í dag. Grétar Mar Axelsson úr Skotfélagi AKureyrar sigraði með 533 stig, annar varð Jón Árni Þórisson úr SKotfélagi Reykjavíkur með 508 stig og í þriðja sæti varð Þórður Ívarsson úr Skotfélagi Akureyrar með 494 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotfélags Akureyrar með 1,517 stig, í öðru sæti varð sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1,439 stig og í þriðja sæti B-sveit Skotfélags Akureyrar með 1,305 stig.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 105 af 296 |