Föstudagur, 26. febrúar 2016 16:15 |
 Ásgeir Sigurgeirsson keppti á Evrópumeistaramótinu í Loftskammbyssu í dag. Skorið var 94-98-93-96-96-98 eða 575 stig alls. Hann endar í 19.sæti en keppendur voru 84. Til að komast í átta manna úrslit þurfti að skora 579 stig að þessu sinni.
|
|
Fimmtudagur, 25. febrúar 2016 10:57 |
 Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum stendur nú yfir í Györ í Ungverjalandi. Við eigum þar tvo keppendur, þau Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunni Harðardóttur en þau keppa bæði í loftskammbyssu. Ásgeir keppir á morgun föstudag og Jórunn á laugardaginn. Auk þess munu þau keppa í parakeppni á laugardeginum. Hægt er að fylgjast með á heimasíðu Skotsambands Evrópu, ESC.
|
Mánudagur, 15. febrúar 2016 15:18 |
Á laugardaginn kemur, 20.febrúar, verður haldið inannfélagsmót í Skeet á Álfsnesi. Skotnar verða 75 dúfur og keppt eftir forgjafarkerfinu sem prófað var um áramótin þannig að M.flokkur hefur enga, 1.flokkur eina dúfu, 2.flokkur tvær dúfur, 3.flokkur þrjár dúfur og 0.flokkur fjórar dúfur í forgjöf. Mótið hefst kl.12
|
Mánudagur, 15. febrúar 2016 14:06 |
Á laugardaginn kemur, 20.febrúar, verður haldið inannfélagsmót í Skeet á Álfsnesi. Skotnar verða 75 dúfur og keppt eftir forgjafarkerfinu sem prófað var um áramótin þannig að M.flokkur hefur enga, 1.flokkur eina dúfu, 2.flokkur tvær dúfur, 3.flokkur þrjár dúfur og 0.flokkur fjórar dúfur í forgjöf. Mótið hefst kl.12
|
Sunnudagur, 14. febrúar 2016 19:54 |
 Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Þríþraut á 50 metra færi með riffli, var haldið í Egilshöllinni í dag. Í karlaflokki sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur á nýju Íslandsmeti 1,101 stig. Annar varð Theodór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 989 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnarson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 900 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur einnig á nýju Íslandsmeti 540 stig. Önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 513 stig og í þriðja sæti varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 418 stig.
|
Laugardagur, 13. febrúar 2016 20:01 |
 Á landsmóti STÍ í riffilskotfimi 50m liggjandi sem haldið var í Digranesi í Kópavogi í dag, sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur í karlaflokki með 613,7 stig, annar varð Jón Þór Sigurðsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 612,3 stig og í 3ja sæti varð Valur Richter úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 607,2 stig. Í liðakeppni karla sigraði sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.796,6 stig en sveitina skipuðu ásamt Guðmundi Helga þeir Þorsteinn Bjarnarson og Þórir Kristinsson. Í öðru sæti varð sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.787,3 stig en sveitina skipuðu ásamt Vali þeir Guðmundur Valdimarsson og Ívar Már Valsson. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 611,4 stig, önnur varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 609,6 stig og í þriðja sæti varð Margrét Linda Alfreðsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 534,7 stig. Skotíþróttafélag Kópavogs var með skráða kvennasveit og setti sveitin nýtt Íslandsmet, 1.666,2 stig en sveitin var skipuð þeim Báru, Margréti og Guðrúnu Hafberg.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 107 af 296 |