RIG leikarnir framundan Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 14. janúar 2016 15:46

rig-logo-port-2016Nú líður að Reykjavíkurleikunum RIG 2016 en þeir eru nú haldnir í níunda skipti. Skotfimi kom inn sem keppnisgrein í fyrsta skipti í fyrra. Nú liggur fyrir að keppt verður í loftskammbyssu og loftriffli laugardaginn 23.janúar 2016. Skráning keppenda stendur enn yfir og geta keppendur skráð sig beint til Skotfélags Reykjavíkur með tölvupósti á : Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það. Frestur til skráningar er til og með 18.janúar. Keppnisgjaldið er kr. 4,000 Ekki er nauðsynlegt að skrá sig í gegnum félag sitt á þetta mót. Keppt verður í karla og kvennaflokki í báðum greinum. Keppendur fá aðgangspassa sem gildir á allar keppnisgreinar leikanna. Nánar á www.rig.is

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn sigraði í kvennaflokki í dag Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 10. janúar 2016 19:00

2016riffill60sk10jan123kv2016riffill60sk10janlandsmotLandsmót STÍ í 50 metra riffilskotfimi var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í kvennaflokki var keppnin mjög jöfn og skyldu aðeins 0,4 stig tvær efstu en Jórunn Harðardóttir úr SR sigraði með 613,9 stig en Bára Einarsdóttir úr SFK var með 613,5 stig. Í þriðja sæti varð Íris Eva Einarsdóttir úr SR með 585,5 stig. Í karlaflokki sigraði Valur Richter úr SÍ með 614,1 stig, í öðru sæti varð Guðmundur Helgi Christensen úr SR með 612,7 stig og í þriðja sæti hafnaði Jón Þór Sigurðsson úr SFK með 606,7 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Ísafjarðar með 1.812,3 stig, önnur varð sveit Skotdeildar Keflavíkur með 1.783,7 stig og í þriðja sæti sveit Skotfélags Reykjavíkur með 1.761,5 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Karl sigraði í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 09. janúar 2016 22:00

2016stodlud9jan2016stodlud9jan123Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem haldið var í Egilshöllinni í dag, sigraði Karl Kristinsson úr SR með 508 stig. Í öðru sæti varð Ólafur Gíslason úr SR með 490 stig og í þriðja sæti hafnaði Þórður Ívarsson úr SA með 484 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Landsmót í Egilshöll um helgina Skoða sem PDF skjal
Fimmtudagur, 07. janúar 2016 07:40

201650m10janridlar2016stodlud9janridlarUm helgina verða haldin tvö landsmót STÍ í Egilshöllinni. Á laugardag fer fram keppni í Staðlaðri skammbyssu og á sunnudaginn er það keppni í 50 metra liggjandi riffli. Keppnisæfing í skammbyssunni föstudag kl.19-20 og í rifflinum laugardag kl.15-16

AddThis Social Bookmark Button
 
Áramótin voru haldin í dag á Álfsnesi Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 02. janúar 2016 17:20

2016aramotriffill2jan.jpg 12016aramotskeet2jan.jpg 12016aramotskeet2janurslit2016aramotriffill2janurslitÁramótin voru haldin á svæði félagsins á Álfsnesi í dag. Kalt var í veðri og gekk á með éljum þegar leið á keppnina. Í riffilkeppnina mættu 7 keppendur til leiks. Skotin voru 10 skot á 100 og 200 metra færi. Hilmir Valsson sigraði með 196 stig, annar varð Hugi G-Hilmisson með 191 stig og í þriðja sæti varð Finnur Steingrímsson með 184 stig.

Í Skeet-keppnina mættu 16 keppendur. Keppt var eftir nýju fyrirkomulag með forgjöf. Hún virkar þannig að flokkakerfi STÍ er notað til útreiknings og er meistaraflokkur með 0 í forgjöf, 1.flokkur með 1 stig á hring, 2.flokkur með 2 stig á hring, 3 flokkur með 3 stig og 0.flokkur með 4 stig. Þar sem skotnir voru 3 hringir margfaldast þessi forgjöf með þremur. Sigurvegari varð Karl F. Karlsson með 63 stig, Hörður S.Sigurðsson varð annar með 61 stig og í þriðja sæti varð Örn Valdimarsson með 59 stig. 

Eiithvað er af myndum hérna og líka hér.

AddThis Social Bookmark Button
 
Gleðilegt nýtt ár ! Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 01. janúar 2016 13:04

Stjórn Skotfélags Reykjavíkur óskar félagsmönnum og öðrum landsmönnum, farsældar á nýju ári !

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>

Síða 110 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing