Reykjavíkurleikarnir – Fyrri keppnishelginni lokið Skoða sem PDF skjal
Mánudagur, 25. janúar 2016 07:26

2016rigwinners-sportmyndir.is

Fréttatilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur

Fyrri keppnishelgi Reykjavíkurleikana lauk með mikilli hátíð í Laugardalshöll þar sem hópur íþróttafólks og Sirkus Ísland var með glæsilega sýningu. Þá flutti hljómsveit hússins og söngkonan Unnur Birna Björnsdóttir einnig lag leikanna, What we are. Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, ávarpaði gesti fyrir hönd Reykjavíkurborgar og afhendi besta íþróttafólkinu í hverri grein viðurkenningu ásamt Ingvari Sverrissyni formanni Íþróttabandalags Reykjavíkur.

Þessi voru best/stigahæst í hverri íþróttagrein:

Bogfimi
Guðjón Einarsson, Ísland og Kelea Quinn, Kanada

Frjálsar íþróttir
Robert Williams Gracewill, Bandaríkjunum og Aníta Hinriksdóttir, Ísland

Badminton unglinga
Davíð Bjarni Björnsson, Ísland og Arna Karen Jóhannsdóttir, Ísland

Listhlaup á skautum
Wayne Wing Yin Chung, Hong Kong og Camilla Gjersem, Noregur

Íslensk Glíma
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, Ísland og Marín Laufey Davíðsdóttir, Ísland

Júdó
Franck Vernez, Frakkland og Viard Gwanaelle, Frakkland

Skotfimi
Ásgeir Sigurgeirsson, Ísland og Jórunn Harðardóttir, Ísland

Sund
Viktor B Bromer, Danmörk og Mie Østergaard Nielsen, Danmörk

Skvass
Matthieu Huin, Frakkland


Næst á dagskrá Reykjavíkurleikanna er cyclocross hjólreiðakeppni sem fram fer í Reiðhöllinni í Víðidal á þriðjudagskvöld. Á fimmtudag hefst svo keppni í badminton og keilu en um næstu helgi verður als keppt í 12 íþróttagreinum. Dagskrá og nánari upplýsingar er þægilegt að skoða á m.rig.is.

AddThis Social Bookmark Button
 
Íris Eva Einarsdóttir kjörin Íþróttakona Mosfellsbæjar Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 24. janúar 2016 13:37

mosfbaerithrottakarl_og kona_20152106rigirisevaÍris Eva Einarsdóttir skotfimikona úr Skotfélagi Reykjavíkur var kjörin Íþróttakona Mosfellsbæjar 2015.
Íris Eva var sigurvegari í öllum innanlandsmótum í loftriffli kvenna sem haldin voru á árinu ásamt því að ná meistaraflokksárangri á á öllum mótum. Íris Eva náði ólympíulágmörkum í greininni fékk gullverðlaun Reykjavíkurleikunum 2015, og vann til gullverðlauna á smáþjóðaleikunum sem haldnir voru í Reykjavík. Hún varð íslands- og bikarmeistari á árinu. Íris Eva er númer 241 á styrkleikalista Alþjóða skotsambandsins.

Reynir Örn Pálmason hestaíþróttamaður úr Hestamannafélaginu Herði var kjörin íþróttakarl Mosfellsbæjar 2015.
Árið 2015 var besta keppnisár Reynis frá upphafi. Þar bar hæst heimsmeistaratitill á gríðarsterku móti í Henning í Danmörku og tvenn silfurverðlaun sem var besti árangur einstakra á öllu mótinu.
Reynir var tvöfaldur íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum og í slaktaumatölti, þar sem hann hlaut hæstu einkunn 8,88. Reynir er mjög ofarlega á heimslistum FEIF World-ranking 2015 sem eru heimssamtök Íslandshesta.

Alls voru tilnefndar níu konur til kjörs íþróttakonu Mosfellsbæjar og átta karlar til kjörs íþróttakarls Mosfellsbæjar frá fimm íþróttafélögum. Einnig voru veittar 105 viðurkenningar fyrir íslands-bikar -landsmóts og deildarmeistaratitla og 96 viðurkenningar fyrir þátttöku og æfingar með landsliðum íslands ásamt því að heiðra efnileg ungmenni 16 ára og yngri í hverri íþróttagrein.Tekið af www.mosfellsbaer.is
AddThis Social Bookmark Button
 
Úrslit á RIG 2016 í dag Skoða sem PDF skjal
Laugardagur, 23. janúar 2016 17:45

2106rigiriseva2106rigap401232106rigap601232106rigniels2106rigar601232106rigar40123a2016rigskot23janKeppni í skotfimi á Reykjavíkurleikunum var að ljúka. Í loftskammbyssu karla sigraði Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur með 571 stig. Í öðru sæti varð Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 562 stig og í þriðja sæti Niels Dalhof Andersen frá Danmörku með 539 stig. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 362 stig, í öðru sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 349 stig og þriðja varð Guðrún Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 329 stig.

Í loftriffli karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen úr Skotfélagi Reykjavíkur með 578,6 stig, í öðru sæti varð Theódór Kjartansson úr Skotdeild Keflavíkur með 560,2 stig og þriðji varð Sigfús Tryggvi Blumenstein úr Skotfélagi Reykjavíkur með 527,0 stig. Í loftriffli kvenna sigraði Íris Eva Einarsdóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 397,1 stig, í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 394,5 stig og þriðja varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 358,6 stig.

Í loftriffilkeppninni setti Kvennasveit Skotfélags Reykjavíkur nýtt Íslandsmet með 1.056,5 stig en í sveitinni eru ásamt Írisi og Jórunni, Dagný H. Hinriksdóttir. Sveit Skotíþróttafélags Kópavogs setti nýtt Kópavogsmet 803,7 stig í sömu grein en þá sveit skipuðu þær Bára og Guðrún ásamt Maríu Clausen.

Keppnisstjórn valdi síðan Ásgeir Sigurgeirsson sem skotkarl RIG 2016 og Jórunni Harðardóttur sem skotkonu RIG 2016.

Slatti af myndum að koma hérna

AddThis Social Bookmark Button
 
RIG riðlaskiptingin komin Skoða sem PDF skjal
Þriðjudagur, 19. janúar 2016 22:14

2016rig ridlar new3asgsig loft m steyr2014 8nov g14_3464jorunn helgi 171112thomas 2013 gkg_57782014 8nov g14_3418Riðlaskipting mótsins á laugardaginn er komin. Mótið hefst kl.09:00 en fyrstu keppendur geta gert sig klára kl.08:30. Athugið einnig að keppnisæfingin PET er kl. 16:00 til 19:00 á föstudaginn.

AddThis Social Bookmark Button
 
Jórunn setti nýtt Íslandsmet í Frjálsri skammbyssu Skoða sem PDF skjal
Sunnudagur, 17. janúar 2016 12:14

2016frjalslandsmot16janLandsmót Skotíþróttasambands Íslands fór fram í Íþróttahúsinu í Digranesi í Kópavogi í dag, laugardag. Átta keppendur voru skráðir til leiks en tveir boðuðu forföll og því voru það sex keppendur sem kepptu til úrslita. Frjáls skammbyssa er karlagrein og því ekki keppt sérstaklega í kvennaflokki og kepptu því konurnar þrjár, sem þátt tóku í mótinu, við karlana. Það kom ekkert sérstaklega á óvart að Ásgeir Sigurgeirsson, SR, skyldi sigra í mótinu og voru yfirburðir hans töluverðir en hann skoraði 557 stig. Þetta skor Ásgeirs er 8 stigum frá Íslandsmeti hans, sem hann setti í Munchen 18. júní 2011. Thomas Viderö, SFK, varð í öðru sæti með 527 stig og Jórunn Harðardóttir úr SR, varð í þriðja sæti með 511 stig en það er nýtt Íslandsmet kvenna í þessari grein. Í liðakeppninni hafði sveit Skotfélags Reykjavíkur betur í baráttunni við sveit Skotíþróttafélags Kópavogs. SR-ingarnir skoruðu 1546 stig en sveit þeirra skipuðu Ásgeir, Jórunn auk Karls Kristinssonar en liðsmenn sveitar SFK voru Thomas, Bára Einarsdóttir og Guðrún Hafberg og var samanlagt skor þeirra 1440 stig.

AddThis Social Bookmark Button
 
Reykjavíkurleikarnir-Íþróttahátíð í Reykjavík 21.-31.jan Skoða sem PDF skjal
Föstudagur, 15. janúar 2016 15:55

Fréttatilkynning frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur

Reykjavíkurleikarnir - Íþróttahátíð í Reykjavík 21.-31.janúar

Alþjóðlegu Reykjavíkurleikarnir fara fram í níunda sinn dagana 21.-31.janúar næstkomandi. Það er Íþróttabandalag Reykjavíkur í samstarfi við sérsambönd ÍSÍ og íþróttafélögin í Reykjavík ásamt dyggum samstarfsaðilum sem standa að leikunum.

Reykjavíkurleikarnir eru mikil íþróttahátíð þar sem keppt er í 22 einstaklingsíþróttagreinum. Flestir mótshlutarnir fara fram í Laugardalnum og nágrenni hans. Keppnin skiptist niður á tvær mótshelgar en einnig er ráðstefna um afreksíþróttir hluti af dagskránni. Hér á heimasíðu leikanna má finna lista yfir íþróttagreinar og dagskrá: http://rig.is/schedule Hér má finna upplýsingar um ráðstefnuna: http://rig.is/index.php/lectures-100

Reiknað er með að á fimmta hundrað erlendra gesta komi á Alþjóðlegu Reykjavíkurleikana í ár ásamt um 2.000 íslenskum íþróttamönnum. Margt af besta íþróttafólki okkar Íslendinga verður á meðal þátttakenda. Má þar nefna sundkonuna og íþróttamann ársins Eyglóu Ósk Gústafsdóttur, frjálsíþróttakonurnar Anítu Hinriksdóttur og Hafdísi Sigurðardóttur og Ólympíufarana Þormóð Jónsson júdókappa og Ásgeir Sigurgeirsson skotíþróttamann. Einnig eru margir mjög sterkir erlendir keppendur væntanlegir til landsins vegna leikanna í ýmsum greinum eins og t.d. Mie Østergaard Nielsen, Evrópu- og heimsmeistari í sundi, og Dwain Chambers, sem hefur unnið til fjölda verðlauna á heims og Evrópumótum.

RÚV verður með ellefu útsendingar og samantektarþætti um leikana.

Hvetjum fólk til að merkja við í dagatalið og búa sig undir skemmtilega íþróttahátíð.

Upplýsingar um Reykjavíkurleikana má finna á eftirfarandi miðlum:

Upplýsingasíða á ensku www.rig.is

Miðasala á midi.is

Facebook

Twitter

Instagram

Youtube

AddThis Social Bookmark Button
 
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>

Síða 109 af 296

Á Döfinni

Auglýsing
Álfsnes - leiðarvísir
Auglýsing
Álfsnes - Skotsvæði
Auglýsing
Egilshöll - 50m salur
Auglýsing
Egilshöll - Loftbrautir
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing
Auglýsing