Fimmtudagur, 11. febrúar 2016 21:04 |
Þríþraut í riffli hefst kl.10:00 á sunnudaginn í Egilshöllinni.
|
|
Miðvikudagur, 03. febrúar 2016 15:36 |
 Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur ásamt Báru Einarsdóttur og Guðrúnu Hafberg úr Skotíþróttafélagi Kópavogs keppa í loftskammbyssu á alþjóðlegu móti í Hollandi dagana 4.-6.febrúar. Hægt verður að fylgjast með þeim í gegnum heimasíðu mótsins hérna.
|
Sunnudagur, 31. janúar 2016 09:32 |
Ásgeir hafnaði í 24.sæti í seinna mótinu í München með 576 stig ( 96 96 94 94 99 97 ) og þurfti einnig í þessu móti að ná a.m.k. 581 stig til að eiga möguleika á að komast í úrslit.
|
Föstudagur, 29. janúar 2016 10:00 |
Þá er fyrra mótinu lokið í Þýskalandi og lenti Ásgeir í 45.sæti af 87 keppendum með 572 stig. Til að komast í úrslit þurfti 581 stig að þessu sinni.
|
Fimmtudagur, 28. janúar 2016 20:28 |
Ásgeir Sigurgeirsson er nú staddur í München í Þýskalandi og tekur þar þátt í einu sterkasta móti ársins og er fínn undirbúningur fyrir Evrópumeistaramótið sem fer fram í Ungverjalandi seinni partinn í febrúar. Hann keppir á morgun kl.08:00 og á laugardaginn kl. 10:00. Ef vel gengur þá eru finalarnir kl.10:30 á morgun og kl.11:00 á laugardaginn. Hægt er að fylgjast með skorinu í beinni hérna. Hann keppti á þessum mótum í fyrra og náði bronsinu í seinna mótinu og endaði í áttunda sæti í því fyrra en komst í úrslit í þeim báðum.
|
Miðvikudagur, 27. janúar 2016 19:39 |
Frétt af www.bb.is:
Á sunnudaginn 31.janúar verður skotíþróttahúsið á Torfnesi á Ísafirði opnað og verður opið hús af því tilefni. Húsið er í áhorfendastúkunni við grasvöllinn á Torfnesi. Tilkoma skotíþróttahússins gjörbyltir allri aðstöðu til skotíþróttaiðkunar og bogfimi í Ísafjarðarbæ. Stjórn Skotíþróttafélags Ísafjarðarbæjar vonast til að sem flestir sjái sér fært að koma og samfagna þessum tímamótum í starfsemi félagsins og kynna sér aðstöðuna. Gestum gefst kostur á að reyna sig við bogfimi, sér að kostnaðarlausu. Allir eru velkomnir og húsið verður opið frá kl. 13 til kl. 15.
Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.
|
|
|
<< Fyrsta < Fyrri 101 102 103 104 105 106 107 108 109 110 Næsta > Síðasta >>
|
Síða 108 af 296 |