| 
		
	| Miðvikudagur, 07. mars 2012 14:44 |  
| Í Egilshöllinni verður haldið Landsmót STÍ í loftskammbyssu og loftriffli á laugardaginn kemur, 10.mars 2012. Mótið hefst kl.10:00 og er keppt í 2 riðlum. Seinni riðillinn hefst kl.12:00. Úrslit í loftskammbyssunni hefjast svo kl.14:15. Riðlaskipting er komin hérna.   |  | 
	| 
		
							| 
	| Miðvikudagur, 07. mars 2012 14:44 |  
| Þeir sem ætla sér að taka þátt í mótinu á laugardaginn eru beðnir að fylgjast með hér á síðunni. Ef veðurspá verður óhagstæð er möguleiki á að mótinu verði FRESTAÐ - Sjá upplýsingar um mótið hér að neðan - vinsamlega fylgist með....... |  
	| Laugardagur, 03. mars 2012 20:45 |  
| 
  Úrslit í innanfélagsmótinu í skeet í dag urðu sem hér segir:1.   Örn               18-23-24 = 65 - 24 = 89  2.   Þorgeir          25-21-20 = 66 - 21 = 87 3.   Gummi P.     19-20-17 = 56 - 21 = 77 4.   Hjörtur          20-15-19 = 54 - 21 = 75 5.   Óskar           17-20-17 = 54 - 19 = 73 6.   Gunnar Þór  17-17-19 = 53 - 15 = 68 7.   Magni            15-16-17 = 48 8.   Brandur         17-15-16 = 48 9.   Sigtryggur     12-14-13 = 39 10. Karl Friðrik    13-12-12 = 37 11. Þorsteinn      14-10-12 = 36 |  
	| Laugardagur, 03. mars 2012 10:14 |  
|  Ráðgert er að halda innanfélagsmót í benchrest laugardaginn 10. mars á Álfsnesi. Skotið verður á 100 metrum "Varmint for score" Sama flokkaskipting verður og notuð var á síðasta Áramóti.  Mótið hefst kl 12:00, mætng eigi síðar en kl 11:30. Mótið er eitt af 4 Vetrarmótum SR með þannig fyrirkomulagi að tekin verða 3 bestu úrslit hvers keppanda og samanlagður árangur þeirra lagður saman og þannig fengin úrslit í Vetrarmeistaramóti Skotfélags Reykjavíkur í Benchrest 2012. Lokað verður fyrir aðra starfsemi á riffilvellinum meðan mótið stendur yfir.
 Skráning og flokkun riffla á staðnum. Nánari upplýsingar síðar. |  
	| Fimmtudagur, 01. mars 2012 10:17 |  
| Á laugardagin, 3.mars, verður haldið innanfélagsmót í Skeet á völlum félagsins á Álfsnesi. Skotnir verða 3 hringir. Skráning á staðnum en mótið hefst kl. 12:00 |  
	| Miðvikudagur, 29. febrúar 2012 10:05 |  
| Árleg byssusýning Veiðisafnsins á Stokkseyri í samvinnu við verslunina Vesturröst verður haldinn laugardaginn 3. og sunnudaginn 4. mars 2012 frá kl. 11–18 í húsakynnum Veiðisafnsins, Eyrarbraut 49 Stokkseyri. Verður þar fjölbreytt úrval skotvopna til sýnis svo sem haglabyssur, rifflar, skammbyssur, herrifflar ásamt ýmsu frá landskunnum söfnurum m.a ein af haglabyssum Jóns Þorsteinssonar frá Ólafsfirði og Drífur Jóns Björnssonar frá Dalvik. |  |  | 
	| << Fyrsta < Fyrri 211 212 213 214 215 216 217 218 219 220 Næsta > Síðasta >> 
 
 | 
	| Síða 219 af 298 |